Fyrsta karatemót Breiðdælinga

Tíu krakkar kepptu um síðustu helgi undir merkjum Ungmennafélagsins Hrafnkels Freysgoða í Breiðdal á Íslandsmóti barna- og unglinga í karate. Þetta er í fyrsta sinn sem iðkendur félagsins keppa á landsvísu en karate hefur verið iðkað hjá félaginu í á annað ár.

Lesa meira

Blak: Tap á móti Aftureldingu

Í gær fór fram fyrri viðureign Þróttar Fjarðabyggð og Aftureldingar í úrvalsdeild kvenna, en keppt er um sæti í undanúrslitum. Leikurinn var spennandi og sveiflukenndur en lauk með 1-3 sigri Aftureldingar.

Lesa meira

Knattspyrna: Freyja Karín áfram í lokakeppni EM með U19

Freyja Karín Þorvarðardóttir keppti á dögunum með U19 liði kvenna í knattspyrnu í undankeppni EM. Liðið tryggði sér sæti á EM í Belgíu 18.-30. júlí. Freyja Karín segir það mikinn heiður að hafa verið valin í hópinn og frábært að ná markmiðinu að komast á EM. 

Lesa meira

Fjórir af bestu vélsleðaköppum heims kepptu í Stafdal um liðna helgi

Lítill vafi getur leikið á að vegur og virðing snjókrosskeppna hér á Íslandi fer mjög vaxandi vel út fyrir steina landsins því fjórir af þeim allra bestu í sportinu tókust á við þá bestu hérlendis á Íslandsmeistaramótinu um liðna helgi í Stafdal.

Lesa meira

Blak: Þróttur spilar heimaleiki að heiman

Úrslitakeppnin í úrvalsdeildinni í blaki er hafin. Karlalið Þróttar Fjarðabyggðar spilar gegn liði Vestra frá Ísafirði um sæti í undanúrslitum. Vegna þéttrar leikadagskrár neyðast liðin til að spila heimaleiki sína að heiman.

Lesa meira

Knattspyrna: Höttur/Huginn úr leik eftir framlengingu

Knattspyrnufélag Austfjarða tryggði sig örugglega áfram í bikarkeppni karla í knattspyrnu með stórsigri á Spyrni á skírdag. Höttur/Huginn féll úr leik eftir framlengdan leik við Sindra.

Lesa meira

Kristín Embla glímudrottning og íþróttamaður UÍA

Kristín Embla Guðjónsdóttir úr Val á Reyðarfirði varð á laugardag glímudrottning Íslands í þriðja sinn. Þá var hún einnig valin íþróttamaður UÍA á þingi sambandsins í Neskaupstað í gær.

Lesa meira

Dagur Ingi átti stoðsendingu og sigurmark í Bestu Deildinni

Fyrsta umferð í Bestu deild karla í knattspyrnu fór fram á mánudaginn síðastliðinn. Þar mættust Fylkir og Keflavík á heimavelli Fylkis. Í byrjunarliði Keflavíkur var Fáskrúðsfirðingurinn Dagur Ingi Valsson. Hann átti stoðsendingu í fyrsta marki Keflavíkur með snyrtilegri hælspyrnu. Allt var jafnt fram á uppbótatíma þar sem Dagur skoraði sigurmarkið fyrir hönd Keflavíkur.

Lesa meira

Blak: Tap á heimavelli og sigur á útivelli

Í gær mættust Þróttur Fjarðabyggð og Þróttur Reykjavík í úrvalsdeild kvenna í blaki í Neskaupstað í fyrstu krossumferð deildarinnar. Leikurinn fór 1-3 fyrir gestunum. Karlalið Þróttar Fjarðabyggðar fór suður og kepptu á móti HK í úrvalsdeild karla í blaki. Leikurinn endaði með 2-3 sigri Þróttar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar