Blak: Spilað í nýja íþróttahúsinu á Reyðarfirði

Um helgina var nóg um að vera í blaki hjá yngri flokkum og í neðri deildum. Íslandsmót í neðri deildum karla var haldið í Neskaupstað og á Reyðafirði þar sem nýtt íþróttahús reyndist vel. Á sama tíma fór fram Íslandsmót í neðri deildum kvenna á Akureyri þar sem ungar Þróttarstúlkur komust uppum deild og U20 lið karla sigraði bikarmeistara Völsungs. 

Lesa meira

Freyja Karín: draumurinn er að fara erlendis

Freyja Karín Þorvarðardóttir er ung og efnileg afrekskona í knattspyrnu frá Neskaupstað. Hún er 19 ára og spilar með Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna. Freyja hefur einnig spilað með unglingalandsliðum og stundar nám við Flensborg í Hafnarfirði.

Lesa meira

Blak: bikarhelgin að baki

Kjörísbikarinn í blaki fór fram um helgina þar sem keppt var í undanúrslitum og úrslitum. Kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar keppti í undanúrslitum gegn liði KA. Í leiknum hafði KA yfirhöndina allan tímann og tryggði sér öruggan sigur 3-0 og þannig áfram í úrslitin. Þróttarstúlkur voru því úr leik í þetta sinn.

Lesa meira

Blak: Tveir tapleikir um helgina

Bæði karla- og kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar mættu Aftureldingu í Varmá um helgina í úrvalsdeildunum í blaki. Bæði liðin töpuðu sínum leikjum. Karlaleikurinn fór 3-1 fyrir Aftureldingu og kvennaleikurinn fór 3-0 fyrir Aftureldingu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar