Knattspyrna: FHL vann Fram örugglega

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir vann Fram 4-1 í B deild Lengjubikars kvenna um helgina. Höttur/Huginn vann Völsung 1-0.

Ársól Eva Birgisdóttir skoraði fyrstu tvö mörk Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis á 23. og 31. mínútu. Björg Gunnlaugsdóttir skoraði þriðja markið á 67. mínútu og Íris Vala Ragnarsdóttir það fjórða á 70. mínútu. Fram náði inn marki fimm mínútum fyrir leikslok.

Þetta var fyrsta meistaraflokksmark Írisar Völu sem í janúar var valin í æfingahóp U-15 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu.

Valdimar Brimir Hilmarsson skoraði eina markið þegar Hötttur/Huginn vann Völsung í Lengjubikar karla. Valdimar Brimir er að komast aftur á skrið eftir alvarleg meiðsli síðasta sumar.

Kvennaliðið situr hjá um helgina. Höttur/Huginn á útileik gegn Magna, KFA útileik gegn Völsungi og loks hefur Spyrnir leik gegn Tindastóli í C-deild karla.


 
 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.