Fótbolti: Þrjú í unglingalandsliðunum

Þrír leikmenn Hattar hafa síðustu daga verið valdir til æfinga með ungmennalandsliðunum í knattspyrnu.

Björg Gunnlaugsdóttir, úr meistaraflokksliði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis, er í U-17 ára landsliðshópi kvenna sem kemur saman til æfinga á morgun.

U-16 ára hópurinn æfir síðan eftir viku. Í honum er Íris Vala Ragnarsdóttir sem einnig á að baki nokkra leiki með meistaraflokki.

U-16 ára hópur karla æfir loks í lok mánaðarins. Í hann var valinn Árni Veigar Árnason sem í lok sumars fékk sín fyrstu tækifæri með Hetti/Huginn í annarri deild karla.

Mynd: Unnar Erlingsson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.