Fjórir keppendur UÍA á palli á bikarmóti á skíðum

Sextán keppendur frá UÍA tóku þátt í fyrsta bikarmóti ársins í svigi og stórsvigi sem haldið var um síðustu helgi. Fjórir fóru heim með verðlaun.

Keppendurnir æfa á vegum Skíðafélagsins í Stafdal og Skíðafélags Fjarðabyggðar en keppa saman undir merkjum UÍA þegar þeir fara út fyrir fjórðunginn.

Veturinn hefur ekki verið auðveldur íslensku skíðafólki. Mótið sem haldið var um síðustu helgi átti upphaflega að fara fram á Ísafirði en var fært til Akureyrar vegna slæmra skilyrða fyrir vestan. Aðstæður í Hlíðarfjalli voru hins vegar ljómandi góðar.

Fjórir keppendur UÍA komust á verðlaunapall, en í síðum er það svo að fimm efstu keppendurnir fá verðlaun en ekki fyrstu þrír eins og í flestum öðrum íþróttum.

Eyvindur H. Warén var sá eini frá UÍA sem vann til tvennra verðlauna. Hann varð annar í stórsvigi og svigi 14-15 ára drengja.

Rakel Lilja Sigurðardóttir kom heim með einu gullverðlaunin, hún vann svig 12-13 ára stúlkna. Þá varð Hrefna Lára Zoëga önnur í stórsvigi 14-ára stúlkna og Sólveig Sigurjóna Hákonardóttir fjórða.

Rakel Lilja efst á palli. Mynd: Skíðafélag Akureyrar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.