Blak: Tap á heimavelli og sigur á útivelli

Í gær mættust Þróttur Fjarðabyggð og Þróttur Reykjavík í úrvalsdeild kvenna í blaki í Neskaupstað í fyrstu krossumferð deildarinnar. Leikurinn fór 1-3 fyrir gestunum. Karlalið Þróttar Fjarðabyggðar fór suður og kepptu á móti HK í úrvalsdeild karla í blaki. Leikurinn endaði með 2-3 sigri Þróttar.

Það var góð stemning í íþróttahúsinu í Neskaupstað í gær þegar kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar mætti Þrótti Reykjavík í úrvalsdeild kvenna. Fjöldi fólks mætti á leikinn enda ágæt tilbreyting eftir skrýtna viku í Neskaupstað.

Heimaliðið byrjað af miklum krafti og vann fyrstu hrinu auðveldlega 25-16.
Í annarri hrinu hrukku gestirnir hins vegar í gang og unnu næstu þrjár hrinur naumlega sem voru jafnar og spennandi. Staðreyndin 1-3 tap en það breytti engu þar sem bæði liðin sitja sem fastast í sínum sætum í deildinni. Þróttur Fjarðabyggð í 6. sæti og Þróttur Reykjavík í 7. og síðasta sæti deildarinnar. Stelpurnar mæta því Aftureldingu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir páska.

Stelpurnar spiluðu í dag án þjálfaranna sinna þar sem þeir eru báðir leikmenn í karlaliðinu, sem spiluðu í gær útileik sem frestaðist vegna verður og aðstæðna hér. Hlöðver Hlöðversson hljóp í skarðið og stýrði stelpunum í dag. Margir ungir leikmenn fengu að spreyta sig í leiknum. 
Stigahæstar heimastúlkna vour Ester Rún Jónsdóttir með 17 stig og Paula Miguel de Blaz með 14. Hrefna Ágústa Marinósdóttir var með 9 stig og er búin að standa sig mjög vel í síðustu 2 leikjum, þar sem hún fengið stærra hlutverk í liðinu aðeins 15 ára gömul. Hún var eftir leikinn í dag valin Þróttari leiksins og fékk gjafabréf frá Fjarðasport.
Stigahæstar í liði gestanna voru þær Nicole Hannah Johansen og Irellis Maribel IIarraza, báðar með 13 stig.

Kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar á einn leik eftir í krossumferðinni. Leik við Völsung sem er tvisvar búið að fresta vegna veðurs. Þriðja tilraun verður gerð á þriðjudaginn til að heimsækja Húsvíkinga, en úrslit þessa leiks munu ekki hafa áhrif á stöðu liðanna í neðra krossspilinu.

Karlalið Þróttar spilaði leik gegn HK á útivelli í gær sem var spennandi og einkenndist af mikilli baráttu. Liðin skiptust á að vinna hrinur og leikurinn endaði með sigri Þróttar í oddahrinu. Oddahrinan fór í upphækkun og lauk með sigri Þróttar 15-17. Það þýðir að eftir krossumferð er karlalið Þróttar í 5. sæti deildarinnar og mætir liði Vestra í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir páska.

Ljósmynd Sigga Þrúða. Helena Kristjánsdóttir leggur upp fyrir miðjusmass

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.