Kvöldlestri úr nýjum bókum aflýst

Vegna veðurs hefur verið ákveðið að aflýsa rithöfundaupplestrinum sem átti að vera í kvöld á Skriðuklaustri. Rithöfundarnir sitja fastir í Reykjavík og komast hvorki lönd né strönd vegna veðurs.

Viðar og Vilberg með Leikni

Viðar Jónsson og Vilberg Marinó Jónasson  hafa skrifað undir tveggja ára samning um þjálfun meistaraflokks karla hjá Leikni. Drengirnir eru ekki ókunnugir félaginu því Vilberg þjálfaði m.fl.kk. árin 2005-2007 og Viðar m.fl.kvk sama tíma.  Einnig hafa þeir þjálfað yngriflokka félagsins um nokkurra ára skeið.

leiknir.jpg

Lesa meira

Fleiri telja álver jákvæð fyrir íslenskt efnahagslíf

Rúmlega 78 prósent landsmanna telja að álver hafi frekar eða mjög jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Rúmlega átta prósent telja áhrifin frekar eða mjög neikvæð. Þetta kemur fram í  niðurstöðum landskönnunar sem Capacent Gallup gerði nýlega fyrir Alcoa Fjarðaál.
2008_02_rodmill_2_small.jpg

Lesa meira

Draumurinn um netháskóla

Í dag kynnir Þekkingarnet Austurlands áætlanir um netháskóla á Austurlandi og meistaranám í umhverfis- og þjóðgarðastjórnum. Markmið fundarins er auk kynningar á verkefnunum að ræða með hvaða hætti rannsókna- og þróunarstofnanir á Héraði geti komið að slíkum verkefnum með þekkingu og mannauð.

Lesa meira

Páll og Heimir taka við Fjarðabyggð

Samkvæmt heimildum Austurgluggans verða Heimir Þorsteinsson og Páll Guðlaugsson kynntir sem nýir þjálfarar Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar í dag. Nýr þjálfari og samningar við leikmenn eru efni blaðamannafundar sem félagið hefur boðað til síðdegis.

 

Lesa meira

Diddú og Egill í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð

Kirkju- og menningarmiðstöðin í Fjarðabyggð býður Austfirðingum á glæsilega tónleika um næstu helgi. Marka þeir upphaf aðventunnar og ættu að koma fólki í rétta skapið fyrir aðdraganda jóla. Kór Fjarðabyggðar heldur þá sína árlegu aðventutónleika og hefjast þeir í menningarmiðstöðinni á Eskifirði kl. 16.

didd_siasta_lag_fyrir_svistvarp.jpg

Lesa meira

Hátíð skáldsins í Breiðdal

Efnt er til hátíðar í Breiðdal í dag sunnudag, vegna útkomu nýrrar bókar Guðjóns Sveinssonar, Litir og ljóð úr Breiðdal. Auk skáldsins sjálfs og Páls Baldurssonar sveitarstjóra Breiðdælinga, mun Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur stíga á stokk og fjalla um bókina.
imgp1969.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.