Skip to main content

Síldin streymir inn

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. maí 2009 11:14Uppfært 08. jan 2016 19:20

Mikil stemning var á höfninni í Neskaupstað í gær þegar flaggskipið Margrét EA 710 kom inn með 1100 tonn af síld eftir tæplega sólarhrings veiðar á Drekasvæðinu. Aflinn fékkst í tveimur holum. Veðrið var sæmilegt á miðunum, en áhöfnin talaði um að lítið yrði vart við sumarkomu þar úti enn sem komið væri. Menn voru brattir og ánægðir með fenginn. Síldin fer öll til manneldis og verður væntanlega búið að landa henni í kvöld. Skipið fer aftur á Drekasvæðið að lokinni löndun.

2005_0516norfjeskifj0050_vefur.jpg

 

 

Mynd: SÁ