Síldin streymir inn

Mikil stemning var á höfninni í Neskaupstað í gær þegar flaggskipið Margrét EA 710 kom inn með 1100 tonn af síld eftir tæplega sólarhrings veiðar á Drekasvæðinu. Aflinn fékkst í tveimur holum. Veðrið var sæmilegt á miðunum, en áhöfnin talaði um að lítið yrði vart við sumarkomu þar úti enn sem komið væri. Menn voru brattir og ánægðir með fenginn. Síldin fer öll til manneldis og verður væntanlega búið að landa henni í kvöld. Skipið fer aftur á Drekasvæðið að lokinni löndun.

2005_0516norfjeskifj0050_vefur.jpg

 

 

Mynd: SÁ

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.