Skip to main content

Ráðuneytisbreytingar

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. maí 2009 12:49Uppfært 08. jan 2016 19:20

Á blaðamannafundi forsætisráðherra, fjámálaráðherra og viðskiptaráðherra í morgun kom meðal annars fram að samgönguráðuneytið mun eftirleiðis heita samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðuneyti. Ráðuneyti dóms- og kirkjumála fær heitið dóms- og mannréttindamálaráðuneyti og munu þessi tvö ráðuneyti flytjast í nýtt innanríkisráðuneyti í lok kjörtímabilsins.

slenski_fninn.gif

Helstu breytingar sem gerðar verða á skipulagi innan stjórnarráðsins eru þær, að stjórn efnahagsmála verður færð frá forsætisráðuneyti og fjármálaráðuneyti til nýs efnahags- og viðskiptaráðuneytis.

Efnahagsskrifstofa forsætisráðuneytisins, Hagstofan og Seðlabanki Íslands flytjast yfir á svið hins nýja ráðuneytis 1. september næstkomandi í fyrsta áfanga og  að fullu um næstu áramót. Frá fjármálaráðuneytinu fara þangað gerð þjóðhagsáætlana og þjóðhagsspár frá efnahagsskrifstofu. Eignarhald ríkisins í opinberum hlutafélögum verður fært til hins nýja ráðuneytis sömuleiðis.

 

Menntamálaráðuneyti mun eftirleiðis heita mennta- og menningarmálaráðuneyti. Þá verða ýmsar menningarmálastofnanir fluttar frá forsætisráðuneytinu þangað, svo sem Gljúfrasteinn og Þjóðmenningarhúsið, Vesturfarasetur og Grænlandssjóður.

 

Norðurlandaskrifstofa verður flutt úr forsætisráðuneytinu í utanríkisráðuneytið.

 

Neytendamál munu flytjast frá viðskiptaráðuneytinu til hins nýja dóms- og mannréttindamálaráðuneytis, svo sem ýmis verkefni Neytendastofu.

 

Eignarhald ríkisins í opinberum hlutafélögum verður fært frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu til fjármálaráðuneytisins. Sem dæmi um slík félög má nefna Íslandspóst, landskerfi bókasafna, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og Ríkisútvarpið.