Víðar leitað fjár en í íslenska hagkerfinu

Bændur eru nú margir í óða önn að taka fé sitt á hús og velja sláturfé.

Svo var einnig um Geirmund bónda Þorsteinsson á Sandbrekku í Hjaltastaðarþinghá, en hann hýsti fé sitt um helgina og skildi villifé af öðrum bæjum frá. 

Féð var sumt hið  baldnasta og þannig stökk til að mynda einn vígalegur hrútur yfir girðingu sem fis væri og hljóp út í móa. Tíkin Káta elti hann þó uppi og við tóku svo bræðurnir Erlendur og Þorsteinn Steinþórssynir sem drógu hrússa nauðugan á hornunum í hús. Er skimað var yfir fjárhópinn þóttu lömbin óvenju lagðprúð og myndarleg af fjalli. f3.jpg

Lesa meira

Vilja rannsaka hvort hætta geti steðjað að Lagarfljótsbrú

egilsstadiroglagarfljot.jpgBæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur óskað eftir samstarfi við Vegagerðina og Landsvirkjun um framkvæmd frekari rannsókna í Lagarfljóti. Ástæðan er áhyggjur af því að ísmyndun og krapastíflur ógni Lagarfljótsbrú og því þurfi að rannsaka þessa þætti auk vatnsrennslis fljótsins. Málið var fyrst tekið upp við forstjóra Landsvirkjunar í febrúar sl. þegar fór að bera á krapastíflum við brúna og hærra vatnsborði en útreikningar höfðu gert ráð fyrir.

Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, sagði í samtali Austurgluggann að menn hafi vaknað upp við það sl. vetur að klakahröngl myndaðist við brúna. Á þeim tíma hafi vatnsborð verið hátt í fljótinu og þetta valdið áhyggjum. Heitavatnslögnin frá Hitaveitu Egisstaða og Fella liggi m.a. þarna í gegn og auk þess skelfilegt að missa samgöngumannvirkið ef það færi. ,,Ákveðin forvörn felst í að skoða þetta vel, því við höfum ekki séð þessar aðstæður áður og elstu menn ekki heldur," sagði Eiríkur. Því var óskað eftir fundi með Vegagerð og Landsvirkjun, sem hafa skipað fulltrúa til viðræðna við yfirstjórn Fljótsdalshéraðs um málið. Sá fundur hefur þó enn ekki verið haldinn.

Víkka þarf farveg Lagarfljóts

,,Við þurfum að vita hvort ástandið við brúna í fyrra hafi verið einstakt fyrirbæri eða hvort von er á slíku aftur. Jafnframt hafa þessir aðilar upplýsingar fyrir okkur og í framhaldi væri hægt að taka ákvörðun um hvort grípa þurfi til ráðstafana. Klakahrönglið varð áberandi við brúna á svipuðum tíma og hækkaði í fljótinu og því tengist þetta einnig viðræðum við Landsvirkjun og Vegagerð um hvort vatnshæðin sé ekki hærri og straumurinn meiri en reiknað var með. "

Eiríkur segir að aftur þurfi að taka upp umræður um hvort víkka þurfi farveg Lagarfljóts, t.d. við Straum, til að vatnið komist betur í gegn. Tappi sé greinilega í farveginum. ,,Nú eru þetta praktískir hlutir sem þarf að fást við, áður voru þetta aðeins tölur á blaði." Eiríkur hefur kynnt iðnaðarráðherra að skoða þurfi nánar farveg fljótsins m.t.t. víkkunar og óskað eftir að fulltrúi ráðuneytisins komi að þeirri vinnu. Jafnframt þykir ástæða til að fá fulltrúa frá umhverfisráðuneyti að málum, því á sínum tíma heimilaði þáverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, ekki útvíkkun á farvegi Lagarfljóts. Því gæti þurft að taka upp umhverfismat.

Ný Lagarfljótsbrú er á samgönguáætlun 2011. Skv. aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs er tillaga um nýtt brúarstæði og brú. Lending austan megin verði u.þ.b. þar sem lægi ferjunnar Lagarfljótsormsins er í dag, en lending norðan megin á svipuðum stað og nú er.

Á morgun, laugardag, verður opin kynning á drögum að aðalskipulagstillögu Fljótsdalshéraðs. Fulltrúar ráðgjafa og sveitarfélagsins munu kynna drögin og þá stefnu sem í henni felst. Að því loknu verður efnt til umræðna með gestum fundarins. Fundurinn hefst í Valaskjálf, Egilsstöðum, kl. 13.

 

 

Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir

Hannibal þjálfar Hött

Hannibal Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari körfuknattleiksliðs Hattar. Honum til aðstoðar verður Björgvin Karl Gunnarsson. Á mánudag var Ný-Sjálendingurinn Jeff Green rekinn, en hann hafði ekki skilað sér til landsins.

 

Lesa meira

Tómas Már forstjóri Alcoa á Íslandi

Ljósmynd/Steinunn ÁsmundsdóttirTómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði, tekur við nýrri stöðu forstjóra Alcoa á Íslandi. Mun hann bæði stjórna Alcoa Fjarðaáli og stjórna undirbúningi og væntanlegri uppbyggingu nýs álvers Alcoa á Bakka við Húsavík. Tómas Már segir Fjarðaál verða fyrirmynd nýrra álvera Alcoa og sú þekking sem skapast hafi þar muni nýtast vel til framtíðar. Tómas Már og kona hans, Ólöf Nordal alþingismaður, munu flytja heimili sitt frá Egilsstöðum til Reykjavíkur í kjölfar þessara breytinga.

Hafsteinn Viktorsson tekur við stöðu framkvæmdastjóra framleiðslu Fjarðaáls og mun jafnframt sjá um daglegan rekstur álversins. Þá mun hluti samfélags- og upplýsingateymis Alcoa Fjarðaáls framvegis starfa fyrir Alcoa á Íslandi.

 

 Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir

Laumufarþegi í skólarútu

Kettir eru þekktir fyrir að fara sinna ferða utan við lög og reglu. Ung stúlka á Egilsstöðum á kettlingsgrey sem fylgir henni gjarnan að bílastæðinu aftan við íþróttahúsið, en þar tekur hún skólarútuna út í Eiða á morgnana. Í gærmorgun hafði kisi fylgt stúlkunni að vanda og fer ekki sögum af því meira fyrr en sá stutti skaut upp kollinum meðal barnanna í frímínútum í barnaskólanum. Olli það bæði gleði og talsverðu uppnámi og veltu börn og kennarar vöngum yfir því hvernig kisa hafði tekist að laumast með rútunni um morguninn. Annað hvort hefur hann komið sér fyrir neðan í rútunni eða falið sig í farþegarýminu. Kettlingurinn er nú kominn í örugga heimahöfn og óvíst hvort hann hyggur á fleiri Eiðaferðir að sinni.

Uppgjör Alcoa undir væntingum

Hagnaður Alcoa, móðurfélags Alcoa Fjarðaáls, á þriðja fjórðungi ársins nam 268 milljónum Bandaríkjadala miðað við 555 milljónir á sama tíma í fyrra. Greinendur hefðu gert ráð fyrir rúmlega 150 milljóna meiri hagnaði.

 

Lesa meira

Bankar á Egilsstöðum vaktaðir

landsbankinn3.jpgLögregla vaktar nú banka á Egilsstöðum og við útidyr bankanna eru öryggisverðir frá Securitas.

Þegar blaðamaður Austurgluggans átti leið um miðbæinn um hálfþrjú leytið í dag stóð lögreglubifreið miðja vegu milli Glitnis og Landsbankans. Aðspurður sagði öryggisvörður í Landsbankanum að Securitas væri að auki með gæslu í Glitni og hjá Kaupþingi á Egilsstöðum, en hann vissi ekki til þess að gæsla væri í bönkum annars staðar á Austurlandi. ,,Við viljum gæta öryggis hér í ljósi þess að fólk hefur flykkst í bankana í Reykjavík og margir eru reiðir og sárir" sagði öryggisvörðurinn. Orðrómur er um að erlendir verkamenn á vegum Ístaks við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar hafi ætlað að fjölmenna í bankana til að millifæra laun sín eða taka út peninga. Í Landsbankann höfðu á annan tug manna af fyrrgreindum vinnustað komið í dag og öryggisvörðurinn vissi ekki hvort von væri á fleirum.

Félagarnir Peter, Hendrik og Anton frá Póllandi sögðust eiga í vandræðum með að fá peninga úr hraðbanka í anddyri Landsbankans og voru óhressir. Sögðust hræddir um peningana sína og ómögulegt væri að millifæra fé út til Póllands. Þeir starfa við Hraunaveitu.landsbankinn1.jpg

 

Lesa meira

Erfitt að meta stöðuna

Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðfjarðar segir erfitt meta stöðu hans í íslenska bankakerfinu sem hefur hrunið eins og spilaborg í vikunni. Framundan sé mikil uppstokkun í íslenska bankakerfinu.

 

Lesa meira

Elskast í efnahagsrústunum

Hljómsveitirnar Bloodgroup og Skátar hefja tónleikaferð sína um Ísland í Menntaskólanum á Egilsstöðum í kvöld klukkan 20:00.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.