Skip to main content

Hrifinn af Ívari Ingimarssyni

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. maí 2009 11:03Uppfært 08. jan 2016 19:20

Steve Coppell, sem á dögunum ákvað að hætta störfum sem knattspyrnustjóri enska 1. deildar liðsins Reading, hældi Stöðfirðingnum Ívari Ingimarssyni í hástert í viðtali við Reading Evening Post í gær. Hann segir m.a. að kaupin á Ívari séu þau bestu sem hann gerði í þau fimm og hálft ár sem hann var við stjórnvölinn hjá félaginu.var_ingimars.jpg

Ívar neyddist til að fara í aðgerð á hné í byrjun febrúar í vetur og var úr leik það sem eftir var tímabilsins og Coppel segir í viðtalinu að fjarvera hans hafi verið liðinu dýrkeypt. Að lokum segir Coppel að Ívar sé ekki besti knattspyrnumaðurinn í heiminum og hann komist ekki oft í fréttirnar en engu að síður reiði allir leikmenn Reading liðsins sig á hann á einn eða annan hátt. RÚV-AUST sagði frá.