Fyrsta viðarkyndistöð landsins ræst í Hallormsstað á morgun

Á morgun, fimmtudaginn 19. nóvember, verður formlega opnuð viðarkyndistöð á Hallormsstað á Fljótsdalshéraði. Kyndistöðin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.  Notað er viðarkurl úr næsta nágrenni til upphitunar á grunnskóla, hússtjórnarskóla,  íþróttahúsi, sundlaug og hóteli í fyrsta áfanga verkefnisins.

kurlkyndist_vefur.jpg

Lesa meira

Rússíbanar spila í Frystiklefanum

Hljómsveitin Rússíbanar kemur fram í Frystiklefa Sláturhússins á Egilsstöðum, nánar tiltekið í kvöld. Sveitin hefur haft hægt um sig undanfarin misseri en rýfur nú þögnina meðan harmónikusnillingurinn Tatu Kantomaa dvelur hér í nokkra daga. Rússíbanarnir munu leika efnisskrá sígildra tónverka í bland við ný íslensk verk og heimstónlist. Sveitin er nú á tónleikaferð um Austurland sem lýkur 20. nóvember næstkomandi. Meðlimir Rússíbana eru Guðni Franzson, Tatu Kantomaa, Jón Skuggi, Kristinn H. Árnason og Matthías M.D. Hemstock.

rssbanar_vefur.jpg

150 krakkar tóku þátt í knattspyrnuakademíu Tandrabergs

Um 150 krakkar víðs vegar af Austurlandi tóku þátt og skemmtu sér vel á æfingum og fyrirlestrum á knattspyrnuakademíu Tandrabergs, sem haldin var í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði um síðustu helgi. Þjálfarar Fjarðabyggðar/Leiknis stýrðu æfingum auk nokkurra gestaþjálfara og leikmanna sem komu að þessari akademíu.

ftbolti.jpg

Lesa meira

Framkvæmdir við kaldavatnslögn úr Köldukvísl ganga vel

Í þessari viku er að ljúka vinnu við lagningu kaldavatnslagnar frá dæluhúsi við Köldukvísl á Eyvindarárdal að vatnstanki á Selöxl, á Egilsstöðum. Þá hefst vinna við þrýstiprófun á lögninni og síðan verður hún skoluð út og hreinsuð áður en vatni verður hleypt í gegn um hana inn í vatnstankinn. Búið er að reisa dæluhúsið við Köldukvísl og verið er að einangra það og fullgera.

hef.jpg

Lesa meira

Bóndagrýlan lagði Vestmannaeyinga

Fljótsdalshérað er komið áfram í spurningakeppninni Útsvari eftir 86-33 sigur á Vestmannaeyjum í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem Fljótsdalshérað slær Vestmannaeyjar út í fyrstu umferð keppninnar.

 

Lesa meira

Kyndilbænaganga á Egilsstöðum

Í kvöld stendur Kristilegt stúdentafélag, KSF, fyrir kyndilbænagöngu á Egilsstöðum. Gengið verður frá Menntaskólanum á Egilsstöðum kl. 20:30, að Egilsstaðakirkju, sjúkrahúsinu og þaðan í Sláturhúsið. Stúdentamessa verður í Egilsstaðakirkju á sunnudag kl. 11.

 tr.jpg

Lesa meira

Æðarræktarfélag Íslands mótmælir ákvörðun ríkisins um refaveiðar

Æðarræktarfélag Íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun umhverfisráðherra að hætta þátttöku ríkisins í refaveiðum. Því er haldið fram að með því megi ná fram 17 milljóna króna sparnaði, það er fjarri lagi. Þegar búið er að draga frá virðisaukaskatt, tekjuskatt og útsvar veiðimanna kemur í ljós að raunverulegur sparnaður er í kringum 5 milljónir, og munar þar 12 milljónum í útreikningum.

ur.jpg

Lesa meira

Fljótsdalshérað í Útsvari

Í kvöld eigast við í spurningakeppni Sjónvarpsins, Útsvari, lið Fljótsdalshéraðs og Vestmannaeyja. Þeir Stefán Bogi Sveinsson og Þorsteinn Bergsson mæta aftur til leiks líkt og fyrr fyrir hönd Fljótsdalshéraðs en í þetta skiptið mætir Ingunn Snædal með þeim og fyllir þannig í skarð systur sinnar Urðar Snædal. Frá Vestmannaeyjum mætir Sighvatur Jónsson aftur í sjónvarpssal en í þetta sinn með Sigurgeiri Jónssyni og Berthu Johansen. Austurglugginn sendir liði Fljótsdalshéraðs óskir um velgengni og að sjálfsögðu sigur!

spurning.jpg

Ánægja hjá HB Granda með kvótann

Samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra um 40 þúsund tonna byrjunarkvóta á veiðum á íslenskri sumargotssíld nú á vertíðinni, koma alls um 4.500 tonn í hlut skipa HB Granda. Stefnt er að því að hvert hinna þriggja uppsjávarveiðiskipa félagsins fari eina veiðiferð á miðin í Breiðafirði og er áætlað að Faxi RE haldi til síldveiða í kvöld.

hbgrandi.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.