Þrjár sýninga opnaðar í Skaftfelli

Á morgun laugardag opna þrjár nýjar sýningar í Skaftfelli á Seyðisfirði, allar kl. 16. Nemendur 7.-10. bekkjar Seyðisfjarðarskóla opna eina þeirra í aðalsal Skaftfells, Hildur Björk Yeoman opnar aðra á Vesturvegg og Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Daníel Björnsson, Hekla Dögg Jónsdóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir opna þriðju sýninguna í Bókabúðinni, verkefnarými Skaftfells.

skaftfell.jpg

Lesa meira

Ævi og störf tónlistarkonunnar Muff Warden

Stjórn Bláu kirkjunnar á Seyðisfirði fékk nýverið Rannveigu Þórhallsdóttur til þess að fara í gegnum skjöl og önnur gögn úr dánarbúi Muff Worden tónlistarmanns sem lést fyrir fáum árum. Tilgangurinn var að gera ævi Muff skil, en hún var stofnandi Bláu kirkjunnar, sem staðið hefur fyrir sumarlöngum tónlistarflutningi um árabil.  Á forsíðu vefsíðunnar www.blaakirkjan.is má smella á krækjuna ,,Um Bláu kirkjuna" og síðan á krækjuna ,,Muff Worden" til að lesa texta Rannveigar og skoða myndir.

bla_kirkjan.jpg

Framskrið í Heinabergsjökli

Heinabergsjökull í Vatnajökli hefur hopað um 80 metra að norðan, samkvæmt mælingum jarðfræðinema úr Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu í síðustu viku. Sunnanvert hefur jökullinn eitthvað gengið fram.

joklamaelingagengid_09.jpg

Lesa meira

Seyðisfjörður á topp tíu lista Lonely Planet yfir íslenska staði sem vert er að heimsækja

Ferðahandbókin Lonely Planet segir Ísland bestu kaupin í ferðum árið 2010 eins og fram kemur í frétt frá Ferðamálastofu:  http://www.ferdamalastofa.is Þetta eru góð tíðindi fyrir ferðaþjónustuna og athygli vekur að Seyðisfjörður er númer níu á lista sem Lonely Planet nefnir ,,Our top picks for Iceland" á síðu sinni: http://www.lonelyplanet.com/iceland. Seyðfirskir ferðaþjónustuaðilar eru að vonum ánægðir með þessa niðurstöðu.

lonelyplanet.jpg

Þorskur hækkar um 15%

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 15%. Þá var ákveðið að hækka verð á slægðri og óslægðri ýsu um 15%. Verð á karfa var hækkað um 10%. Verð þetta gildir frá og með deginum í dag, að því er segir á vef LÍÚ.

orskur.jpg

Lögbann á hlutafjáraukningu

Lögbann hefur verið sett á nýtingu 500 milljóna króna hlutafjár sem fékkst í hlutafjáraukningu Eskju hf. á Eskifirði í byrjun október. Landsbankinn fór fram á lögbannið en ágreiningur er á milli bankans og hluthafanna um verðmat á fyrirtækinu sem lá til grundvallar hlutafjáraukningunni. Landsbankinn telur verðmætið hafa verið of lágt, sem leiddi til þess að stærri hluti fyrirtækisins hafi fengist fyrir upphæðina en ella hefði verið. Málið verður rekið fyrir Héraðsdómi Austurlands og þar skorið úr um hæfilegt verðmat á Eskju hf.

eskja.jpg

Vilja losna við Heilbrigðisstofnun Austurlands úr Fjarðabyggð

Um og yfir 300 manns mættu á fund um málefni Heilsugæslu Fjarðabyggðar, sem haldinn var á Eskifirði í gærkvöld. Til fundarins var boðað af stuðningsmannahópi Hannesar Sigmarssonar yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar, sem leystur var tímabundið frá störfum vegna rannsóknar á oftöku launa vegna  læknisverka í febrúar sl. Fundurinn samþykkti einróma þrjár ályktanir sem varða heilbrigðismál í sveitarfélaginu, m.a. um að Fjarðabyggð sjái sjálf um rekstur heilbrigðisþjónustu.

esk01vefur.jpg

Lesa meira

Hornfirðingar höfðu Skagfirðinga undir

Hornfirðingar sýndu góð tilþrif í spurningakeppni Sjónvarps, Útsvari, í kvöld og fóru með sigur af hólmi í viðureign við Skagfirðinga. Leikar fóru 84-78 og mæta því Hornfirðingar aftur í Útsvar öðru hvoru megin við áramótin næstu. Liðið er skipað feðgunum Þorsteini Sigfússyni og Þorvaldi Þorsteinssyni í Skálafelli og Emblu Grétarsdóttur. 

tsvar_hornfiringar_vefur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.