Kyndilbænaganga á Egilsstöðum

Í kvöld stendur Kristilegt stúdentafélag, KSF, fyrir kyndilbænagöngu á Egilsstöðum. Gengið verður frá Menntaskólanum á Egilsstöðum kl. 20:30, að Egilsstaðakirkju, sjúkrahúsinu og þaðan í Sláturhúsið. Stúdentamessa verður í Egilsstaðakirkju á sunnudag kl. 11.

 tr.jpg

Kl. 21:15 í kvöld hefst kvöldsamkoma í Sláturhúsinu á vegum KSF. Þar verður tónlist í fyrirrúmi auk þess sem kynning verður á kristilegri skólahreyfingu á Íslandi. Þá mun Stefán Bogi Sveinsson halda ræðu undir yfirskriftinni Hvað seður mig/þig? Samkomunni verður útvarpað beint á Útvarpi Andvarp FM 103,2.

KSF hvetur allt ungt fólk til þess að mæta og kynnast því hvað getur falist í kristnu starfi utan hefðbundins ramma messugjörðar.

 

Sunnudaginn 15. nóvember verður stúdentamessa í Egilsstaðakirkju kl. 11. Messan er samstarfsverkefni Egilsstaðakirkju og KSF og hefst kl. 11:00.

Í messunni munu félagar úr KSF sjá um tónlist og ritningarlestra ásamt því að sr. Jón Ómar Gunnarsson, æskulýðsprestur Kristilegu Skólahreyfingarnnar og KFUM & KFUK á Íslandi, prédikar. Messan verður með léttara sniði en hefðbundin messa og eru allir hvattir til að mæta.

   

Kyndilbænagangan, samkoman og stúdentamessan eru hluti af Stúdentamóti KSF sem fer fram dagana 13-15. nóvember á Eiðum. Verkefnið er styrkt af Kirkjumálasjóði og Æskulýðssjóði.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.