150 krakkar tóku þátt í knattspyrnuakademíu Tandrabergs

Um 150 krakkar víðs vegar af Austurlandi tóku þátt og skemmtu sér vel á æfingum og fyrirlestrum á knattspyrnuakademíu Tandrabergs, sem haldin var í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði um síðustu helgi. Þjálfarar Fjarðabyggðar/Leiknis stýrðu æfingum auk nokkurra gestaþjálfara og leikmanna sem komu að þessari akademíu.

ftbolti.jpg

Ber þar helst að nefna Bjarna Jóhannsson þjálfara Stjörnunnar, Sigurð Ragnar Eyjólfsson þjálfari A-landsliðs kvenna, Halldóru Sigurðardóttur þjálfari HK/Víkings, Helga Ásgeirsson yfirþjálfara Hattar, Magnús Má Jónsson dómarastjóra KSÍ, Halldór H. Jónsson leikmann Fram og Sonju B. Jóhannsdóttur leikmann KR.

Fjarðabyggð/Leiknir vill þakka krökkunum fyrir komuna og öllu þessu góða fólki fyrir vel unnin störf og ekki síst þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn.  

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.