Orkumálinn 2024

Ljós í myrkri - Brynja Garðars sýnir í Nesbæ

Nú stendur yfir myndlistarsýningin Ljós í myrkri í kaffihúsinu Nesbæ á Norðfirði. Þetta er fyrsta einkasýning Norðfirðingsins Brynju Garðars og eru verkin unnin með olíu, grafík og vatnslitum.

brynja_garars2.jpg

Sauðfjársæðinganámskeið á Skjöldólfsstöðum

Sauðfjársæðinganámskeið verður haldið á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal á föstudag. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Búnaðarfélag Austurlands og er fyrir alla sauðfjárbændur og þá sem hafa áhuga á að starfa við sauðfjársæðingar. Umsjón og kennsla verður í höndum Þorsteins Ólafssonar, dýralæknis.

kindur.jpg

Lesa meira

Viðarkyndistöð yljar íbúum í Hallormsstað

Viðarkyndistöð var formlega tekin í notkun í gær í Hallormsstað. Stöðin notar viðarkurl úr næsta nágrenni og þjónar í fyrsta áfanga grunnskóla, íþróttahúsi, sundlaug og hóteli. Kyndistöðin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra gangsetti stöðina formlega. Skógarorka ehf. stýrir verkefninu en margir hafa komið að uppbyggingu stöðvarinnar og verkefnið verið í undirbúningi í nokkur ár.

viarkyndist_vefur.jpg

 

Starfsmannafélag Fjarðabyggðar harmar fyrirhugaða lokun bæjarskrifstofu

Stjórn Starfsmannafélags Fjarðabyggðar lýsir undrun og hryggð yfir þeirri ákvörðun stjórnenda Fjarðabyggðar að leggja niður og loka starfstöð sveitarfélagsins að Hafnarbraut 2 í Neskaupstað og flytja starfsemina á Reyðarfjörð. Starfsmannafélagið mótmælir þeirri ákvörðun að skylda núverandi starfsmenn í Neskaupstað til að aka daglega á Reyðarfjörð um 80 km vegalengd til og frá vinnu ella hætta að öðrum kosti uni starfsmenn ekki breyttum aðstæðum.

starfsmannaflag_fjarabyggar_vefur.jpg

Lesa meira

Yndislegir Dagar myrkurs á Fljótsdalshéraði

Dagarnir 5. - 15. nóvember voru helgaðir ljósinu og myrkrinu á  Austurlandi og var ýmislegt gert til að hlýja hjartanu og huganum á  Héraði á þessum dögum. Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs lét ekki  sitt eftir liggja og skipulagði ýmislegt skemmtilegt í skammdeginu.

dagar_myrkur_fljtsdalshrai.jpg

Lesa meira

Bókasöfn verða þjónustugáttir íbúa

Frá næstu áramótum verða almenningsbókasöfnin í þéttbýliskjörnum Fjarðabyggðar þjónustugáttir fyrir íbúa á hverjum stað.  Í bókasöfnum á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eskifirði og Norðfirði liggja frammi eyðublöð og á opnunartíma safnanna er tekið við umsóknum um þjónustu sveitarfélagsins.  Jafnframt verður þar aðgangur að tölvu og aðstoð og ráðgjöf um hvernig nálgast má upplýsingar um starfsemi sveitarfélagsins á heimasíðunni. 

fjarabygg_vefur.jpg

Lesa meira

Fagna nýju prjónablaði frá Björk

Blómabúðin Laufskálinn í Neskaupstað fagnar í dag útkomu Prjónablaðsins Bjarkar og býður gestum og gangandi í útgáfuteiti milli kl. 13 og 18. Arndís Sigurðardóttir, eigandi Laufskálans, segist verða með gott tilboð á lopa og bjóða fólki upp á kaffi og tertur um leið og það skoðar nýja blaðið og úrval garns og annarrar prjónavöru. Aldrei hefur annað eins selst af prjónagarni og virðist ekkert lát ætla verða þar á.

main_img.jpg

Fáskrúðsfirðingar unnu Raunveruleik

Verðlaun í hinum árlega Raunveruleik Landsbankans voru afhent föstudaginn 13. nóvember.

Hópurinn ,,Litla Hraun," sem myndaður var úr 9. og 10. bekk Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar sigraði í keppni bekkjardeilda. Allir nemendur 9. og 10. bekkjar á Fáskrúðsfirði unnu sér inn iPod shuffle ásamt farandbikar. 

raunveruleikur_vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.