24. janúar 2025
Fjöldi blótar þorrann austanlands á næstu vikum
Þorrinn genginn í garð og með honum hin sívinsælu þorrablót landsmanna hvers vinsældir virðast aukast ár frá ári hin síðari árin. Uppselt er á öll fyrstu blótin austanlands samkvæmt upplýsingum Austurfréttar og það var raunin líka á óopinberu blóti Fáskrúðsfirðinga, hjónaballinu, sem fram fór aðra helgina í janúar.