Skip to main content

Kynning: Seigla, streita, meðvirkni og samskipti

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. feb 2025 14:57Uppfært 14. feb 2025 17:24

Áhrifaríkt og valdeflandi námskeið fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu til að efla seiglu, bæta samskipti og auka færni í lífi og starfi.


„Í starfi mínu gat ég ekki annað en fengið áhuga á streitu og seiglu,“ segir Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir sem ásamt Gyðu Dröfn Tryggvadóttur, lýðheilsufræðingi heldur bráðskemmtilegt og fræðandi námskeið á Berjaya Hérað hótelinu fyrstu vikuna í apríl. Þær hafa svo fengið til liðs við sig Ásthildi Garðars sem leiðir þátttakendur í djúpslökun.

Aukin fjarvera frá vinnu vegna streitu og álags


„Ég tók fljótt eftir því að fólk kom ekki einungis á spítalann vegna slysa og veikinda, heldur líka vegna einkenna sem mátti rekja til viðvarandi álags og streitu og jafnvel vegna óhappa sem urðu beinlínis vegna streitu,“ útskýrir Kristín. Um 60-70% fjarvista frá vinnu eru talin vera vegna álags- og streitutengdra einkenna, sem undirstrikar mikilvægi þess að fræða fólk um leiðir til að efla seiglu og nýta streituna til góðs.

Streita er ekki vandamálið heldur skortur á jafnvægi í hröðu samfélagi


„Mér þykir vænt um streitu og finnst leiðinlegt að hún hafi verið gerð að „vonda kallinum“ í okkar menningarheimi,“ segir Kristín. Hún bendir á að hæfileg streita hámarki getu okkar og efli heilsu. „Vandamálið er ekki streitan sjálf heldur það vaxandi áreiti og álag sem við lifum við í samfélaginu í dag.“

Kristín útskýrir að streitukerfi líkamans sé stórkostlegt viðbragðskerfi sem hjálpar okkur að takast á við breytingar, áskoranir og erfiðleika. „Streitukerfið gerir okkur klár til að takast á við ógnir, sama hvort það er raunveruleg hætta eða kvíði yfir verkefnum dagsins.“

Lykillinn að góðri líðan er jafnvægi á milli streitukerfisins og sefkerfisins, sem hún kallar „róandi – gróandi“ eða „nærandi – græðandi“ kerfið. Þetta kerfi er forsenda endurheimtar, sem eflir líka seigluna okkar.

Aukin vitund á mikilvægi endurheimtar og tengslamyndunar


„Íþróttafólk veit þetta vel – það er ekki nóg að æfa stíft, það þarf líka að hvíla sig og fá endurheimt til að bæta árangur,“ segir Kristín og bætir við að þetta eigi ekki síður við um almenning. Kristín leggur einnig áherslu á mikilvægi tengsla og trausts í streitustjórnun. „Eitt af eðlislægum viðbrögðum við álagi er að leita til annarra. Þegar við styðjum hvert annað losar líkaminn t.d. hormónið oxytocin, sem eykur kærleika, traust og vellíðan,“ segir hún.

Námskeið í náttúruparadís á Austurlandi


Námskeið Kristínar og Gyðu Drafnar um streitu, seiglu, samskipti og meðvirkni verður haldið á Berjaya Hérað hótelinu dagana 1. - 4. apríl, þar sem róleg og falleg umgjörð stuðlar að dýpri skilningi og betri upplifun þátttakenda. Húmor og gleði eru einnig með í för enda hefur það verið sýnt að þá er ekki bara skemmtilegra heldur lærum við betur.

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja öðlast þekkingu og verkfæri sem miða að því að efla seiglu, nýta streituna til góðs, bæta samskipti og auka færni í lífi og starfi. Þessir þættir hafa mikil áhrif á starfsánægju, vinnustaðamenningu og starfsanda. Að bera kennsl á þætti í vinnuumhverfi sem valda neikvæðri streitu, óheilbrigðum samskiptum og samskiptaleiðum er mikilvægt þegar að því kemur að skapa gott starfsumhverfi með möguleikum á að auka færni og þróast í starfi.

Námskeiðið stendur yfir í 4 daga með gistingu í 3 nætur og er í formi fyrirlestra, æfinga, hópavinnu, hugleiðslu, ljúffengra máltíða, hvíldar og viðveru í náttúrunni. Einnig fylgir aðgangur að Vök náttúruböðum.

Eflandi upplifun í einstöku umhverfi


„Umhverfið skiptir miklu máli þegar við lærum nýja hluti, sérstaklega þegar við erum að vinna með jafnvægi á milli streitu og endurheimtar,“ segir Kristín. Berjaya Hérað hótelið er fullkominn staður fyrir slíkt námskeið – þægilegt, notalegt og staðsett í einni fallegustu náttúruperlu Íslands.

„Þetta er ekki bara fræðsla – þetta er upplifun. Við munum vinna með streitu, seiglu, samskipti og endurheimt með erindum og samtölum, æfingum og viðveru í náttúrunni. Þátttakendur fá bæði þekkingu og verkfæri til að nýta í daglegu lífi og starfi.“

Námskeiðið er styrkt af flestum starfsmenntunarsjóðum stéttarfélaga.

Fyrir nánari upplýsingar og bókanir er hægt að hafa samband á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða www.lyngrestaurant.is eða bóka beint á vef Berjaya hótela.