Skip to main content

Loks nægur snjór í brekkum Oddsskarðs

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. jan 2025 09:50Uppfært 28. jan 2025 09:56

Biðin reyndist töluvert lengri en fyrir ári síðan en vinsælt skíðasvæðið í Oddsskarði ofan við Eskifjörð var opnað í fyrsta skipti í vetur í gærdag.

Af því tilefni var frítt í lyftur fjallsins og nýtti nokkur fjöldi fólks sér tækifærið enda skíða- og brettaáhugafólk orðið langeygt eftir geta nýtt sér góðar brekkurnar. Opnunin nú kemur næstum mánuði síðar en á síðasta ári þegar brekkurnar voru klára til brúks strax upp úr áramótum.

Hugsanlega var það vegna þess hve tókst að opna snemma sem aðsóknarmet var sett í brekkur Oddskarðs síðasta veturinn en á meðan opið var nýttu hvorki fleiri né færri en tíu þúsund manns sér aðstöðuna þar.

Opnun næstu dagana helst í hendur við veðurfar en að sinni er kominn nægur snjór í allar brekkur svo ef veður helst bærilegt verður hægt að setja á sig bretti eða skíði og láta sig góssa niður.