19. desember 2024
Færði björgunarsveit Gerpis gjöf fyrir að bjarga ömmu sinni
Ung stúlka í Neskaupstað, Emma Sólveig Loftsdóttir, kom færandi hendi í hús björgunarsveitarinnar Gerpis fyrir skömmu og afhenti liðsmönnum tuttugu þúsund krónur sem hún hafði safnað á eigin spýtur. Gjöfin var þakklætisvottur fyrir að sveitin bjargaði ömmu hennar úr snjóflóði á síðasta ári.