Skip to main content

Rangur texti með myndagátu Austurgluggans

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. des 2024 14:44Uppfært 19. des 2024 14:44

Við prentum jólablaðs Austurgluggans, sem berst áskrifendum í dag og á morgun, var fyrir mistök rangur texti prentaður með myndagátunni.


Sagt er að myndagátan innihaldi eina setningu. Hið rétta er að þær eru þrjár. Eins er rangur skiladagur á lausnum en hann ætti að vera mánudagurinn 6. janúar.

Eins féll úr árétting um að ekki er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóða né hástöfum og lágstöfum í gátunni.

Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.