Aldrei staðið til að skerða þjónustuna í Breiðabliki

Formaður fjölskylduráðs Fjarðabyggðar segir mistök hafa orðið til þess að rangar upplýsingar fóru út frá sveitarfélaginu um breytingar á þjónustu í Breiðabliki, þjónustuíbúðum aldraðra í Neskaupstað. Íbúi segir fólkið í húsinu hafa farið tiltölulega sátt út af fundi með forsvarsfólki sveitarfélagsins í gær.

Lesa meira

Telja breytingar á úthlutun kennslutíma ekki nógu vel útskýrðar

Fulltrúar Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar sátu hjá á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku við ákvörðun um breytingar á kennsluúthlutun í grunnskólum. Fulltrúar meirihlutans segja breytingarnar snúa að forgangsröðun í þágu þeirra barna sem þurfa á stuðningi að halda. Fulltrúar minnihlutans telja óljóst hvernig þær eiga að ná tilætluðum árangri.

Lesa meira

Bjarni Ólafsson AK auglýstur til sölu

Síldarvinnslan hefur sett uppsjávarveiðiskiptið Bjarna Ólafsson AK á söluskrá þar sem fá verkefni eru fyrir það. Skipið er í góðu ásigkomulagi, nýkomið úr slipp. Frábærri kolmunnavertíð er að ljúka.

Lesa meira

Halla Hrund áfram vinsælust á Austurlandi

Halla Hrund Logadóttir mælist áfram með mest fylgi forsetaframbjóðenda á Austurlandi. Austfirðingum gefst tækifæri til að spyrja hana spurninga á opnum fundi sem Morgunblaðið stendur fyrir í kvöld.

Lesa meira

„Mörg mikilvæg byggðamál eru í grunninn neytendamál“

Neytendasamtökin eru nú fyrsta sinni á ferð um landið til þess bæði að kynna sig og sína starfsemi fyrir sveitarstjórnum á landsbyggðinni en ekki síður til að eiga samtal við almenning um þau neytendamál sem á þeim brenna.

Lesa meira

Hinsta sigling Jóns Kjartanssonar undirbúin

Dráttarbátur er kominn til Reyðarfjarðar til að draga Jón Kjartansson SU-311 til Danmerkur. Þar mun sögu skipsins ljúka því hann hefur verið seldur í brotajárn.

Lesa meira

Heilar tólf lóðir til úthlutunar á Djúpavogi

Skipulagsfulltrúi Múlaþings vinnur nú að því að auglýsa formlega bæði íbúða- og atvinnulóðir á Djúpavogi og það einar tólf talsins. Ár og dagur er síðan slíkur fjöldi lóða var auglýstur á staðnum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.