Fljótsdalshérað er enn eitt besta skógræktarsvæði landsins

Hópur starfsfólks Skógræktarinnar, nú Lands og skóga, ferðast um landið á hverju ári til að leggja út mælifleti í Landsskógarúttekt. Með henni á að kortleggja bæði ræktaða og villta skóga. Slíkar upplýsingar nýtast meðal annars við að áætla kolefnisbindingu landsins. Verkefnið fagnar í ár 20 ára afmæli sínu.

Lesa meira

Myndun meirihluta í Fjarðabyggð á lokametrunum

Línur eru orðnar nokkur skýrar í viðræðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Ekki er þó enn komið að undirskriftinni.

Lesa meira

Varað við föstum bílum á Vopnafjarðarheiði

Vegagerðin varar við að þrengingar séu á Vopnafjarðarheiði vegna bíla sem festust þar í gærkvöldi. Ökumenn lentu í vanda þar og á Fjarðarheiði í snjókomu í gærkvöldi.

Lesa meira

Málefnasamningur tilbúinn í Fjarðabyggð

Viðræðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um myndun nýs meirihluta í Fjarðabyggð er lokið. Málefnasamningur verður lagður fyrir flokksfélög í kvöld og, ef þau gefa samþykki sitt, undirritaður á morgun.

Lesa meira

Rannsókn flugslyssins í Sauðahlíðum gengur hægt

Opinber rannsókn á tildrögum flugslyssins í Sauðahlíðum síðastliðinn júlí þar sem þrír létu lífið gengur hægt fyrir sig hjá Rannsóknarnefnd flugslysa (RNFS). Ólíklegt er að hugsanleg orsök eða orsakir verði ljósar fyrr en með lokaskýrslu síðla á næsta ári.

Lesa meira

Gengið verður inn um glænýtt anddyri í Fjarðarborg í sumar

Endurbætur á hálfrar aldar gömlu félagsheimili Borgfirðinga, Fjarðarborg, ganga vel að sögn umsjónarmanns framkvæmdanna. Lokið verður við nýtt anddyri hússins að mestu auk stórs hluta efri hæðar hússins áður en sumarið gengur í garð.

Lesa meira

Skoða hitaveitu á Vopnafirði með varma frá vinnslu Brims

Gangi hugmyndir sjávarútvegsfyrirtækisins Brims á Vopnafirði eftir að fullu gæti verið vel hægt að nýta orku vinnslustöðva fyrirtækisins til keyrslu fjarvarmaveitu. Slík veita gæti hugsanlega nýst til að hita upp hluta þorpsins sjálfs.

Lesa meira

Ánægja með heilsugæslurnar austanlands í nýrri þjónustukönnun

Þjónusta öll er vel yfir meðallagi, aðgengið gott og almennt mikið traust ríkir til þeirra heilsugæslna sem Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) rekur víða á Austurlandi samkvæmt nýrri þjónustukönnun meðal notenda. Hækkar einkunn HSA í flestum flokkum samanborið við sömu könnun fyrir tveimur árum síðan.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.