Telja aðferðir Villikatta ekki standast lög um dýravelferð

Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs hafnar því að sveitarfélagið fari ekki að lögum við föngun villikatta. Álit eftirlitsstofnana hafi verið eindregið um að ekki væri hægt að nýta aðferðir félagsskaparins Villikatta í átaki gegn villiköttum í þéttbýlinu.

Lesa meira

Sameining sveitarfélaga: Erum ekki að tala um að loka afgreiðslum

Mikilvægt er að tryggja áfram þjónustu og sjálfákvörðunarrétt íbúa í byggðarkjörnum ef af sameiningu sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Borgarfjarðarhrepps og Djúpavogshrepps verður á næsta ári. Unnið er með hugmyndir um héraðsráð sem fengin verði meiri völd en áður hefur þekkst hérlendis.

Lesa meira

Leitað að loðnu úti fyrir Austfjörðum

Fimm skip leita nú loðnu úti fyrir Austurlandi og Suð-Austurlandi. Fréttir hafa borist af loðnu úti fyrir sunnanverðu landinu en engar staðfestingar borist um að ástandið sé betra en verið hefur.

Lesa meira

Nýsköpun á ekki að vera einkamál höfuðborgarsvæðisins

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heitir því að gerði verið úttekt á dreifingu styrkja ríkisins til nýsköpunar- og rannsóknastarfs á landsvísu. Sláandi sé að heyra hve skarðan hlut Austurland beri þar frá borði.

Lesa meira

Kambaskriður lokaðar vegna snjóflóðs

Vegurinn um Kambaskriður, milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur, er lokaður eftir að snjóflóð féll á veginn. Búist er við að opnað verði aftur um klukkan tíu.

Lesa meira

Óvenjulegar aðstæður kölluðu á óvenjulega ríkisstjórn

Núverandi ríkisstjórn var mynduð um uppbyggingu samfélagslegra innviða, umhverfismál og jafnréttismál. Forsætisráðherra vonast til að endurskoðun stjórnarskrár sé nú loks að þokast í rétta átt með samvinnu þvert á þingflokka.

Lesa meira

690 Vopnafjörður inn og út af Edduverðlaununum

Tilnefning heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður til Eddu verðlaunanna var dregin til baka eftir að listi yfir tilnefndar myndir var opinberaður. Forsvarsmenn verðlaunanna svara ekki spurningum um forsendur breytingarinnar.

Lesa meira

Beljandi brugghús opnar í Mathöll Höfða

Beljandi brugghús opnar bar í Mathöllinni sem opnar á Höfða í Reykjavík í lok febrúar. Beljandi hóf starfsemi sína á Breiðdalsvík sumarið 2017 og hefur verið í stöðugum vexti síðan. 

Lesa meira

Ný fráveita ekki í umhverfismat

Skipulagsstofnun telur ekki líklegt að ný fráveita fyrir þéttbýlið á Fljótsdalshéraði hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Því þurfi hún ekki í umhverfismat. Umhverfisstofnun telur að skýra þurfi betur hvenær markmiðum um tveggja þrepa hreinsun verði náð. Áhrif framkvæmdarinnar verði jákvæð frá því sem er.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar