Austfirðingar senda Vestfirðingum kveðjur

Bæði bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar og bæjarráð Fjarðabyggðar hafa sent Vestfirðingum hlýjar kveðjur í kjölfar snjóflóðanna í síðustu viku. Um leið er minnt á nauðsyn þess að halda áfram byggingu varnarmannvirkja gegn ofanflóðum um allt land.

Lesa meira

Öflugasta býli sem rannsakað hefur verið hérlendis

Fornleifarannsóknin á landnámsskálanum að Stöð í Stöðvarfirði hefur leitt í ljós að það hafi verið gríðarlega öflugt býli. Fornleifafræðingur segir að svo virðist sem þar hafi búið höfðingi sem síðar hafi horfið úr sögunni.

Lesa meira

Vitað um loðnu á ferðinni en spurning um magnið

Þrjú veiðiskip sem í gær hófu leit að loðnu hafa ekki enn fundið neitt. Leiðangursstjóri segir að reglulega berist fréttir af loðnu á ferðinni en ekkert sé vitað um magnið, sem skiptir öllu máli. Lítil bjartsýni ríkir fyrir loðnuveiðar ársins þar sem væntanlegur veiðistofn hefur mælst lítill í fyrri rannsóknum.

Lesa meira

Bændur óttast kal í túnum

Bændur á Austurlandi hafa áhyggjur af miklum kalskemmdir komi í tún ef ekki kemur hlákutíð sem bræðir svellin sem víða liggja í dag.

Lesa meira

Keyrt á hreindýr á Völlum

Keyrt var á hreindýr við bæinn Mjóanes á Völlum um helgina. Tveir hreindýrahópar halda til á því svæði og hafa þvælst fyrir vegfarendum.

Lesa meira

Enn ekki ljóst hvenær lokið verður við snjóflóðavarnir á Seyðisfirði

Ekki hefur verið ákveðið hvenær lokið verði við snjóflóðavarnir í norðanverðum Seyðisfirði, undir fjallinu Bjólfi. Fjölbýlishús við Gilsbakka og atvinnuhúsnæði við Fjarðargötu og Ránargötu eru þar á skilgreindu hættusvæði C. Í sunnanverðum firðinum stendur til að ráðast í frekari rannsóknir á hættu á aurflóðum í ljósi endurskoðaðs hættumats.

Lesa meira

VA þarf að keppa aftur gegn MÍ

RÚV hefur ákveðið að viðureign Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólans á Ísafirði í annarri umferð spurningakeppninnar Gettu betur verði endurtekin vegna tæknilegra mistaka. VA hafði betur er liðin mættust í gærkvöldi og taldi sig hafa tryggt sér sæti í sjónvarpshluta keppninnar.

Lesa meira

Eiðar til sölu

Jörðin Eiðar á Fljótsdalshéraði, ásamt þeim fasteignum sem henni fylgja, hefur verið auglýst til sölu. Landsbankinn tók við eigninni af Sigurjóni Sighvatssyni í lok síðasta árs.

Lesa meira

Óttast að ný reglugerð geri út af við grásleppuveiðar

Kári Borgar Ásgrímsson, útgerðarmaður á Borgarfirði, óttast að ný reglugerð sjávarútvegsráðherra um hrognkelsaveiðar, verði til þess að gera út af þá sem hafa atvinnu af veiðunum og þau byggðarlög sem atvinnu hafa af þeim.

Lesa meira

Aldrei fleiri Austfirðingar á Mannamótum

Yfir 30 austfirskir ferðaþjónustuaðilar kynna vörur sínar og þjónustu á sýningunni Mannamótum sem haldin er í Kórnum í Kópavogi í dag. Verkefnisstjóri segir hug í Austfirðingum eftir gott ár.

Lesa meira

Snjóflóðin áminning um að hraða verði vinnu við varnarmannvirki

Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir ánægjulegt að sjá hversu vel snjóflóðavarnamannvirki hafi reynst þegar tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri í gærkvöldi. Á sama tíma séu þau áminning um að ekki verið haldið aftur af fjármagni úr Ofanflóðasjóði og sem fyrst lokið við að verja hættusvæði um allt land.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar