Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn stærstur í bæjarstjórn Fjarðabyggðar eftir að flokkurinn fékk fjóra menn kjörna. Fjarðalistinn tapaði manni. Minni kjörsókn en í síðustu kosningum vekur athygli en hún var 73,25%, tæpum 7 prósentustigum minni en við seinustu kosningar.
Ný hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps hefur litið dagsins ljós en Borgfirðingar voru fljótastir manna að kjósa og telja. Á kjörskrá voru 106. Alls kusu 71 og þar af var 1 seðill auður. Kosningaþátttaka var því 66,98%
Tuttugu manns höfðu kosið í sveitarstjórnarkosningunum á Borgarfirði eystri nú um hádegið að sögn Björns Aðalsteinssonar formanns kjörstjórnar. Þrír gefa ekki kost á sér til setu í hreppsnefndinni.
Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, segir
baráttuna standa milli Sjálfstæðisflokksins og Fjarðalistans um hvor
listinn komi að fjórða manninum í bæjarstjórn.
Fréttavefurinn Agl.is fylgist með tíðindum frá austfirskum talningarstöðum í kvöld og birtir nýjustu tölurnar þegar þær berast. Búast má við tvennum tölum frá Fljótsdalshéraði og Fjarðabyggð en lokatölum úr öðrum sveitarfélögum.
Jón Björn Hákonarson og Guðmundur Þorgrímsson, efstu menn á lista
Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð, segja skoðanakönnun sem birt var í
vikunni, sýna að flokkurinn þurfi að herða róðurinn.
Sigrún Blöndal, oddviti Héraðslistans, segir ánægjulega kosningabaráttu að baki hjá
framboðinu þar sem víða hafi verið komið við. Hún segir margt spennandi
að gerast á Fljótsdalshéraði og íbúar séu „býsna bjartsýnir þrátt fyrir erfiða
tíma.“ Skólamál brenna á fólki.
Stefán Bogi Sveinsson, oddviti framsóknarmanna á Fljótsdalshéraði, segir
að kosningabaráttan hafi harðnað í vikunni. Margir hafi verið óákveðnir
og ákveði sig á seinustu stundu.