Vínbúð hefur opnað í húsnæðinu sem áður hýsti lögreglustöðina á
Seyðisfirði. Fangaklefarnir hafa verið brotnir niður þannig að lögreglan
hefur enga slíka aðstöðu á staðnum. Bæjarstjórinn segir um klassíska
aðferðafræði ríkisins að ræða þar sem peningur sparist hjá ákveðnum
embættum en ekki ríkinu sjálfu.
Helga Jónsdóttir, fyrrum bæjarstýra í Fjarðabyggð, segist aldrei hafa
ætlað sér að gegna starfinu lengur en eitt kjörtímabil. Hún segist
skilja sátt við starfið og sveitarfélagið standi styrkum fótum þótt það
skuldi mikið.
Starfsmaður HB Granda á Vopnafirði skemmdi tæki og tól í frystihúsi
fyrirtækisins aðfaranótt laugardags með sleggju. Maðurinn, sem er á
þrítugsaldri, hefur játað brot sitt fyrir lögreglu og telst málið
upplýst.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi Fjarðabyggðar tók Páll Björgvin Guðmundsson
við embætti bæjarstjóra. Helga Jónsdóttir afhenti Páli lyklavöldin í
lok fundar og óskaði honum góðs gengis í embættinu.
Formaður Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar segir félagið stefna að því að
halda öllum lykilmönnum sínum. Liðið féll úr 1. deild um helgina eftir
9-1 ósigur gegn Þór á Akureyri.
Íslandspóstur er tilbúinn í viðræður við sveitarfélagið Fjarðbyggð um
framtíð afgreiðslu fyrirtækisins á Stöðvarfirði. Allir möguleikar koma
til greina.
Mikið hóf var haldið í veiðihúsinu í Breiðdal fyrir viku í tilefni þess
að eitt þúsund laxar voru þá komnir á land úr ánni í sumar. Þúsund laxa
múrinn hefur ekki áður verið rofinn.
Öllum starfsmönnum Fiskverkunar Karls Sveinssonar á Borgarfirði var á
fimmtudag sagt upp störfum. Karl segir samkeppnisaðila sína beita
bolabrögðum með að nota ólögleg efni til að gera fiskinn hvítari.
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að
nauðsynlegt sé að afskrifa skuldir heimila og fyrirtækja. Bið kosti
aðeins hærra afskriftarhlutfall.