Makrílveiðar ganga vel: Búið að landa 12.000 tonnum í Neskaupstað

makrill nesk svn hakonvidarsUm 12.000 tonnum af makríl hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað á yfirstandandi vertíð. Skip HB Granda hafa einnig verið iðin við kolann og rúm 7.000 tonn eru komin á land á Vopnafirði.

Vinnsla í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hófst á mánudag á ný eftir verslunarmannahelgi þegar Beitir NK landaði þar 450 tonnum. Síðan hafa Bjarni Ólafsson EA, Börkur NK og Kristina EA landað.

Samkvæmt tölum frá Fiskistofu er búið að landa um 12.000 tonnum af makríl það sem af er vertíðinni.

Öll skip Síldarvinnslunnar eru nú að makrílveiðum nema Birtingur NK. Börkur, Beitir og Barði eru að veiðum undan suðausturlandi en þar eru fleiri af helstu fiskiskipum íslenska flotans svo sem Aðalsteinn Jónsson, Kristina EA og Jóna Eðvalds.

Á Vopnafirði er búið að landa rúmum sjö þúsund tonnum af makríl. Þangað kom Ingunn AK með 430 tonn upp úr miðnætti. Að því er fram kemur á vef HB Granda fékkst aflinn í tveimur stuttum holum á svæðinu frá Litladjúpi og upp á grunnið á Breiðamerkurdjúpi.

Þar var landað 480 tonnum úr Faxa RE fyrr í vikunni og er skipið á leið aftur á miðin. Lundey NS er á miðunum út af suðuausturlandi. Um 8.000 tonn eru eftir af makrílkvóta HB Granda.

Úr fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Mynd: Hákon Viðarsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.