Stefnumótunarvinna á Seyðisfirði

Austfirskar björgunarsveitir hafa verið kallaðar nokkrum sinnum út undanfarinn sólarhring til að aðstoða ferðafólk.
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir að með frumvarpi um breytingu á fiskveiðistjórnun og veiðigjöldum sé verið að draga þann drifkraft úr íslenskum sjávarútvegi sem komið hafi honum í fremstu röð á heimsvísu. Hann vill að ríkisstjórnin fresti málinu fram á haustþing og kalli hagsmunaaðila til ráðagerða.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir sameiningu austfirskra stoðstofnana í eina stofnun, Austurbrú, lofsvert framtak sem vonandi verði öðrum til eftirbreytni. Hún spáir því að stofnunin auki hagræði og einfaldi viðskipti austfirskra sveitarfélaga við ríkið.
Gunnar Pétur Gunnarsson, einn forsvarsmanna vélhjólasamtakanna Goða á Egilsstöðum, segir að fréttir um áhuga glæpahópa sem kenna sig við vélhjól, hafi komið á versta tíma fyrir samtökin þegar þau voru nýbúin að koma sér upp félagsheimili. Nágranninn hafi heldur ekki fegrað ímyndina.
Metumferð var um flugvöllinn á Egilsstöðum í dag þegar Flugfélag Íslands flaug tíu ferðir austur. Þar af lentu sjö vélar fyrir eða um hádegisbil.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir það aðeins tímaspursmál hvenær ný göng verði gerði á milli Norðfjarðar og Eskifjarðar. Tómur ríkiskassi er ástæða fyrir töfum á framkvæmdum. Á fjórða þúsund íbúa í Fjarðabyggð skrifuðu nöfn sín á undirskriftalista sem ráðherranum voru afhentir í Neskaupstað í gær. Kröfur um vegabætur hljóma víðar úr fjórðungnum.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.