Sigga Lund til liðs við Austurfrétt

sigga lund 14Fjölmiðlakonan Sigríður Lund Hermannsdóttir, eða Sigga Lund eins flestir þekkja hana, hefur hafið störf hjá Austurfrétt.

Sigga Lund er þekkt fyrir áralöng störf sín í fjölmiðlum, einkum útvarpsstöðvum þar sem hún vann meðal annars hjá K100,5, FM957, Léttbylgjunni og Bylgjunni auk þess sem hún hefur tekið að sér ýmis verkefni í fjölmiðlun.

Sigga og kærasti hennar, Aðalsteinn Sigurðarson, eru nýflutt á Vaðbrekku á Jökuldal og hafa tekið við búi þar. Sigga mun því sinna bústörfunum samhliða því að skrifa fyrir Austurfrétt og Austurgluggann, sem Austurfrétt gefur út.

Við bjóðum Siggu Lund velkomna til starfa.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.