Varð að hætta í vinnunni vegna dagvistunarleysis

„Við komum Esjari syni okkar hvergi að. Ég fór í 40% vinnu sem ég gat svo ekki sinnt vegna barnsins, þannig að maðurinn minn réði sig í þrjár vinnur til þess að vega upp mitt tekjutap. Þar af leiðandi er hann allt að 12 tíma fjarri heimilinu á dag og hittir son sinn rétt áður en hann fer að sofa á kvöldin,“ segir Linda Sæberg, íbúi á Egilsstöðum um úrræðaleysi í dagvistunarmálum í bænum.

Lesa meira

Blak: Tvö töp gegn KA

Karlalið Þróttar í blaki er áfram í fjórða sæti deildarinnar eftir tvo ósigra gegn toppliði KA í síðustu viku.

Lesa meira

„Við ætlum okkur í úrslit í ár“

Báðir framhaldsskólar fjórungsins komust áfram eftir fyrstu umferð Gettu betur, spurningakeppni framhandsskólanna. Dregið verður í aðra umferð á morgun.

Lesa meira

Tveir hættulegustu vegkaflar landsins á Austurlandi

Suðurfjarðarvegur milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur og vegurinn frá Fellabæ að gatnamótunum við Úlfsstaði á Völlum eru þeir kaflar í íslenska vegakerfinu þar sem flest alvarleg slys verða miðað við umferðarþunga. Sérfræðingur í umferðaröryggi segir ástand austfirska vegakerfisins slæmt.

Lesa meira

GPS vísaði upp Oddsskarð

Lögreglan kom til bjargar ferðamönnum sem keyrt höfðu upp Oddsskarð eftir leiðbeiningum leiðsögutækis. Áramótin voru almennt róleg hjá lögreglunni á Austurlandi.

Lesa meira

Mikilvægt að stíga út fyrir landamörkin

„Þetta er ótrúlega spennandi, ég vissi alveg að þetta væri það, en ekki svona,“ segir Berglind Häsler, ferðaþjónustubóndi í Havarí á Karlsstöðum í Berufirði. Havarí er eitt tíu fyrirtækja sem tekur þátt í Startup Tourism í ár.

Lesa meira

Grannaslagur fyrir opnum tjöldum í kvöld

„Það er vissulega mjög áhugavert að dragast á móti þeim,“ segir Jökull Logi Sigurbjarnarson, meðlimur liðs Verkmenntaskóla Austurlands í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Skólinn mætir grönnum sínum í Menntaskólanum á Egilsstöðum í annarri umferð keppninnar í kvöld.

Lesa meira

„Þau vilja hvergi annars staðar vera“

„Nemendunum þykir þetta allt saman mjög merkilegt og þau stækkuðu talsvert við flutiniginn,“ segir Lísa Lotta Björnsdóttir, leikskólastjóri á Lyngholti á Reyðarfirði, en næstelsti árgangur skólans er nú fluttur í Félagslund, gamla félagsheimilið á staðnum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.