„Við ætlum okkur í úrslit í ár“

Báðir framhaldsskólar fjórungsins komust áfram eftir fyrstu umferð Gettu betur, spurningakeppni framhandsskólanna. Dregið verður í aðra umferð á morgun.


ME vann Menntaskólann á Laugarvatni með 39 stigum gegn 15. Liðið skipa þau Ása Þorsteinsdóttir, Björgvin Ægir Elísson og Kristófer Dan Stefánsson. Hvernig er undirbúningi fyrir keppnina háttað?

„Maður lærir alveg helling af fróðleik og svo er félagsskapurinn svo skemmtilegur. Við lesum mikið og hittumst núna daglega og svörum spurningum og æfum okkur á annan hátt,“ segir Ása.

Aðspurð hvernig Ása meti möguleika liðsins í ár segir hún. „Ég myndi segja að möguleikarnir okkar væru bara mjög góðir, við ætlum okkur í úrslit í ár.“

Naumur sigur VA á Menntaskólanum á Ísafirði
Lið Verkmenntaskóla Austurlands sigraði Menntaskólann á Ísafirði í fyrstu viðureign vetrarins. Keppnin var jöfn og endaði 31-29. Lið skólans skipa þau Marta Guðlaug Svavarsdóttir, Jökull Logi Sigurbjarnarson og Hekla Gunnarsdóttir.

Dregið verður í aðra umferð keppninnar í lok vikunnar og spennandi að sjá hvaða skóla VA mætir, en sigurvegari næstu umferðar mun taka þátt í 8 liða úrslitum sem fram fara í sjónvarpinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.