Norræna bíður eftir farþegum og fragt

Ferjan Norræna bíður á Seyðisfirði eftir að hægt verði að aka yfir Fjarðarheiði. Heiðin hefur verið lokuð í á annan sólarhring og hefur hvorki verið hægt að koma farmi til eða frá Seyðisfirði.

Lesa meira

„Við þurfum að standa uppúr“

„Það var smá vesen að fá að hafa teppið, en það gilda ákveðnar reglur um útlit á slíkri sýningu. Við tókum samt áhættuna og mættum með það og smelltum því á gólfið í lok dags með leyfi frá stjórnendum sýningarinnar,“ segir María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, um dregilinn sem lítur út eins og Norðurgata á Seyðisfirði og var lagður í bás Áfangastaðsins Austurlands á ferðasýningunni Mannamót í síðustu viku.

Lesa meira

Fjórar fjölskyldur á flótta á leið til Fjarðabyggðar

Fjórar flóttamannafjölskyldur eru væntanlegar til Fjarðabyggðar um miðjan næsta mánuð. Félagsmálastjóri segir samfélagið vel í stakk búið að taka á móti fólkinu og spennt fyrir að kynnast því.

Lesa meira

Tæplega 200 kindum smalað eftir áramót

Hátt í tvö hundruð kindum hefur verið smalað saman í Fljótsdalshreppi það sem af er þessu ári. Fjallskilastjóri segir að breyta verði skipulagi á fjallskilum þegar fjáreigendur sinna ekki ákalli um að koma fé sínu heim.

Lesa meira

Heppinn að fara ekki lengra en á minnisvarðann

Einn meiddist lítillega þegar bifreið með fjóra innanborðs skautaði út úr beygjunni við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær. Bifreiðin endaði á minnisvarðanum sem þar stendur og geta farþegarnir prísað sig sæla með að hafa hafnað þar.

Lesa meira

Hreindýrakvótinn aldrei verið meiri

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að auka hreindýraveiðikvóta ársins um 135 dýr, eða rúm 10% frá síðasta ári. Eftir því sem næst verður komist er þetta stærsti veiðikvóti sem leyfður verið verið.

Lesa meira

„Notó vonandi kominn til að vera“

Nytjamarkaðurinn Notó á Djúpavogi er starfræktur til styrktar barna- og unglingastarfi Djúpavogshrepps. Markaðurinn er nýr af nálinni en hefur farið mjög vel af stað.

Lesa meira

Hefði viljað greiða meira til samfélagsins

Sigfús Vilhjálmsson á Brekku í Mjóafirði er sá útvegsmaður sem borgar lægst veiðigjöld á landinu fiskveiðiárið 2016-2017. Síldarvinnslan í næsta firði greiðir mest austfirskra útgerða og þriðju hæstu gjöldin á landsvísu.

Lesa meira

Vatnið í Neskaupstað í lagi

Ekki er lengur nauðsynlegt að sjóða vatn í Neskaupsstað. Talið er að yfirborðsvatn hafi borist í vatnsból í Fannardal í miklum rigningum á föstudag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.