Norræna bíður eftir farþegum og fragt

Ferjan Norræna bíður á Seyðisfirði eftir að hægt verði að aka yfir Fjarðarheiði. Heiðin hefur verið lokuð í á annan sólarhring og hefur hvorki verið hægt að koma farmi til eða frá Seyðisfirði.

„Við bíðum eftir því hvenær Fjarðarheiðin opnar. Veðrið ætti að vera gengið niður seinni partinn,“ segir Sigurfinnur Mikaelsson, staðarstjóri Smyril-Line á Seyðisfirði.

Um 20 stórir flutningabílar hafa beðið af sér veðrið á Egilsstöðum í dag og einir 10-15 farþegar. Samkvæmt áætlun á skipið að láta úr höfn klukkan átta í kvöld en að sögn Sigfinns verður beðið eftir þeim farmi sem er á Egilsstöðum. Skipið lætur síðan úr höfn þegar hann er kominn, í kvöld eða nótt.

Að auki er farmur norður í landi sem fara átti um borði í skipið en ekki er útlit fyrir að hægt verði að koma honum austur í tæka tíð en Mývatns- og Möðrudalsöræfi hafa verið lokið síðan í gærmorgun líkt og Fjarðarheiðin.

Eins bíður farmur og farþegar á Seyðisfirði sem kom með ferjunni í gærmorgun. Ekki er útlit fyrir að sá hópur komist þaðan fyrr en á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.