GPS vísaði upp Oddsskarð

Lögreglan kom til bjargar ferðamönnum sem keyrt höfðu upp Oddsskarð eftir leiðbeiningum leiðsögutækis. Áramótin voru almennt róleg hjá lögreglunni á Austurlandi.

Í dagbók lögreglunnar segir að tveir erlendir ferðamenn hafi beðið um aðstoð lögreglunnar eftir að hafa ekið gamla Norðfjarðarveginn að Oddsskarði en þar hafi verið ófærð og mikil hálka. Þeir hafi ætlað til Neskaupstaðar og fylgt leiðbeiningum leiðsögutækja í bílaleigubifreiðum.

Nokkur umferðaróhöpp hafa orðið í umdæminu síðustu tvær vikurnar en enginn slys á fólki. Nokkrir erlendir ferðamenn voru aðstoðaðir eftir að hafa fest bifreiðar sínar í snjó.

Þrír voru kærðir fyrir of hraðan akstur og einn fyrir að aka án ökurétinda.

Kæra barst lögreglu vegna vanhirði hrossa.

Skemmtanahald fór vel fram um áramótin og engar tilkynningar bárust lögreglu vegna óhappa með flugelda. Enn var handtekinn með nokkuð magn af kannabisefnum í fórum sínum. Það mál telst upplýst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar