Heimilisofbeldismálum fjölgar milli ára á Austurlandi

„Skráðum heimilisofbeldismálum fjölgar milli ára á Austurlandi. Þar gæti verið um lítillega breytta skráningu að ræða fremur en raunfjölgun. Lögreglan er þó vakandi yfir málefnum sem tengjast heimilisofbeldi þar sem aukning hefur átt sér stað í öðrum landshlutum á því sviði. Á það sérstaklega við eftir að sóttvarnarreglur vegna COVID voru teknar upp.“

Lesa meira

10-15 sýni tekin á hverjum degi

Að jafnaði voru tekin 10-15 sýni vegna Covid-19 á hverjum degi októbermánaðar á Austurlandi. Íbúar hafa farið að fyrirmælum um að halda sig heima finni það fyrir einkennum.

Lesa meira

Hrun í sértekjum skapar erfiðleika fyrir Vatnajökulsþjóðgarð

Hrun í sértekjum hjá Vatnajökulsþjóðgarði mun skapa mikla fjárhagserfiðleika í rekstri hans á næsta ári ef ekkert verður að gert. Um 200 milljónir kr. vantar upp á til að rekstur þjóðgarðsins verði með eðlilegu móti.

Lesa meira

Áfram spáð vondu veðri á Austurlandi

Áfram er spáð vondu veðri á Austurlandi og Austfjörðum í dag. Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis og gildir fram á nótt.

Lesa meira

Samdráttarmet sett á Hringveginum á Austurlandi

Umferðin á Hringveginum á Austurlandi minnkaði um tæp 37% í október miðað við sama mánuð í fyrra. Er þetta mesti samdráttur milli ára í sögunni á Austurlandi. Á landsvísu minnkaði umferðin um Hringveginn um 21,5% milli ára í október sem er einnig samdráttarmet og þrefalt meira en fyrra met milli áranna 2010 og 2011.

Lesa meira

Þjónusta sérgreinalækna tryggð hjá HSA

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að tryggja Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) varanlegt aukið fjármagn til að tryggja áframhaldandi þjónustu sérgreinalækna við íbúa umdæmisins með samningum við Sjúkrahúsið á Akureyri og Landspítala.


Lesa meira

„Allir heilir hér og enginn í hættu“

Austfirðingur, sem búið hefur í Vínarborg í hátt í áratug, segir lögregluna hafa brugðist skjótt við eftir hryðjuverkaárás í miðborginni í gærkvöldi. Sjálfur býr hann þó töluvert frá því svæði sem skotárásirnar áttu sér stað.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.