Hörð mótmæli veiðifélaga vegna laxeldis í Seyðisfirði

„Stjórnir Veiðifélaga Hofsár og Sunnudalsár, Selár og Vesturdalsár í Vopnafirði mótmæla harðlega áformum Fiskeldis Austfjarða um 10.000 tonna laxeldi, sem áætlað er að innihaldi 6500 tonn af ógeldum norskum eldislaxi, í opnum sjókvíum í Seyðifirði.“

Lesa meira

Hluturinn í Fiskeldi Austfjarða metinn á 20 milljarða

Norska laxeldisfélagið Måsöval eignaðist nýlega 55,6% hlut í Fiskeldi Austfjarða. Á vefsíðunni laks.no segir að andvirði þessa hlutar sé metið á rúmlega 1,3 milljarða nkr. eða um 20 milljarða kr. Samkvæmt því er verðmatið á Fiskeldi Austfjarða í heild um 38 milljarðar kr.

Lesa meira

Ýmislegt áhugavert í gangi í skólum Fjarðabyggðar

Þær hertu sóttvarnaraðgerðir sem í gangi hafa verið undanfarnar vikur hafa ekki síst haft áhrif á starf í leik- og grunnskólum. Þrátt fyrir það hefur ýmislegt áhugavert og skemmtilegt verið í gangi í öllum skólum Fjarðabyggðar undanfarið.

Lesa meira

Vilja halda rafrænt þorrablót á næsta ári

Þorrablótsnefnd Egilsstaða hefur óskað eftir fjárstuðningi hjá sveitarfélaginu til þess að hægt verði að koma á rafrænu þorrablóti á næsta ári.

Lesa meira

Ekkert smit í viku

Vika er nú liðin frá því að Covid-19 smit greindist á Austurlandi. Teljandi líkur eru taldar á að fleiri greinist með smit þótt hættan sé ekki liðin hjá. Ekki tókst að rekja hvaðan smitið barst.

Lesa meira

Aðeins ein iðnaðarlóð laus til úthlutunar

Aðeins ein iðnaðarlóð er nú laus til úthlutunar á Egilsstöðum og í Fellabæ. Þetta kemur fram í minnisblað framkvæmda- og umhverfismálastjóra um lausar iðnaðarlóðir á Egilsstöðum og í Fellabæ. Lóðin sem er laus er í Iðjuseli í Fellabæ.

Lesa meira

Stjórnendum í ferðaþjónustu boðin þátttaka í Ratsjánni

Landshlutasamtök sjö landsvæða á Íslandi hafa tekið sig saman um að bjóða stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum þátttöku í nýrri útgáfu af Ratsjánni, samtengdu verkefni sem hefst í upphafi árs 2021.

Lesa meira

Starf fiskeldisfræðings auglýst aftur án staðsetningar

Matvælastofnun hefur auglýst á ný starf sérfræðings í fiskeldi á Austurlandi en að þessi sinni án ákveðinnar starfsstöðvar. Deilur spruttu upp eftir að starfið var fyrst auglýst á Egilsstöðum.

Lesa meira

Bergey með fullfermi eftir brælutúr

Ísfisktogarinn Bergey VE lagðist að bryggju í Vestmannaeyjum í morgun með fullfermi og var uppistaða aflans ufsi. Jón Valgeirsson skipstjóri segir að túrinn hafi einkennst af brælu.

Lesa meira

Vopnafjörður er að fá jafnlaunavottun

Vopnafjarðarhreppur hefur nú klárað seinni úttekt jafnlaunavottunar þar sem staðfest var að jafnlaunakerfi sveitarfélagsins samræmist kröfum Jafnlaunastaðalsins. Nú er beðið endanlegrar staðfestingar frá BSI á Íslandi (British Standards Institution) sem ætti að koma í vikunni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar