„Við ætlum að styðja við uppbygginguna“

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir einhug innan ríkisstjórnar Íslands um að styðja við uppbyggingu á Seyðisfirði í kjölfar skriðufallanna í desember. Nákvæmlega hvernig verði útfært í nánu samráði við heimafólk.

Lesa meira

Stefna á að hefja vinnslu í byrjun næstu viku

Stefnt er að því að starfsfólk geti mætt aftur til starfa í starfsstöð Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði á mánudag en þar hefur starfsemi legið niðri síðan skriður féllu á bæinn um miðjan desember. Farið verður yfir stöðuna með starfsfólki þar á morgun. Ekkert liggur fyrir um bætur á tjóni sem atvinnurekendur hafa orðið fyrir á Seyðisfirði vegna rekstrarstöðvunar vegna aurflóðanna.

Lesa meira

Reyna að tryggja skriðusvæðið fyrir vindhvellinn

Verktakar sem vinna að hreinsun eftir skriðuföllin á Seyðisfirði hafa seinni partinn í dag reynt að takmarka fok á braki í skriðunni fyrir mikið norðvestan hvassviðri sem spáð er í nótt og fyrramálið. Ekki er talið að óveðrið skapi skriðuhættu á ný.

Lesa meira

Vöktunartæki pöntuð eftir skriðuföllin komin upp

Búið er að koma upp sjálfvirkri alstöð sem pöntuð var til að vakta fjallshlíðina ofan Seyðisfjarðar eftir skriðuföllin þar um miðjan desember. Veðurstofan vill gera tilraunir þar með búnað sem ekki hefur áður verið notaður hérlendis. Hreyfingar í hlíðinni hafa verið óverulega frá því fyrir jól.

Lesa meira

Spá að vindur nái fellibylsstyrk á Austfjörðum

Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun sína fyrir Austurland að Glettingi og Austfirði úr gulu í appelsínugult. Spáð er að vindur í hviðum á Austfjörðum fari yfir 45 m/s sem er fellibylsstyrkur.

Lesa meira

Taka jákvætt í rafskútuleigu á Egilsstöðum

"Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur jákvætt í umsókn vegna mögulegar opnunar rafskútuleigu á Egilsstöðum og leggur til að gerður verði samningur um málið sem tekinn verði til afgreiðslu þegar hann liggur fyrir."

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar