Víðækar lokanir í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð hefur gripið til víðtækra lokana í sveitarfélaginu vegna hertra sóttvarnarreglna. Engin kennsla verður í grunn- og tónlistarskólum, sundlaugar og íþróttamannvirki verða lokuð sem og skíðasvæðið í Oddskarði.

Lesa meira

Ekkert smit í landi eystra

Ekki er vitað um önnur Covid-19 smit á Austurlandi en þau sem eru um borð í flutningaskipi í Mjóeyrarhöfn. Hertar sóttvarnareglur taka gildi á miðnætti.

Lesa meira

Tónlistarhátíðum í Neskaupstað frestað

Viðburðum sem fara áttu fram næstu daga er ýmist frestað eða aflýst einum af öðrum eftir að hertar samkomureglur tóku gildi á miðnætti. Búið er að fresta Köld sem átti að hefjast í kvöld og Eistnaflugi í sumar.

Lesa meira

Grunnskólar Múlaþings lokaðir í tvo daga

Samkvæmt þeim reglum sem mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur kynnt í tengslum við hertar sóttvarnaraðgerðir er ekki heimilt að hafa grunnskóla opna og því verða grunnskólar Múlaþings lokaðir þá tvo skóladaga sem eftir eru fram að páskaleyfi. Frístund er einnig lokuð þessa daga.


Lesa meira

Enginn alvarlega veikur um borð í súrálsskipinu

Ekki hafa greinst fleiri Covid-19 smit um borð í flutningaskipinu Taurus Confidence sem verið hefur í Mjóeyrarhöfn frá því á laugardag. Skipverjar virðast sinna sóttvörnum vel um borð.

Lesa meira

Meiri fjölbreytni þarf í tungumálakennslu

Kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum segir þörf á aukinni fjölbreytni í tungumálakennslu í framhaldsskólum. Ástæða sé til að skoða málin þar sem færri nemendur velji erlend tungumál en áður.

Lesa meira

72 ára og eldri fá bóluefni í næstu viku

Vonir standa til að hægt verði að bólusetja alla Austfirðinga yfir sjötugu við Covid-19 veirunni í næstu viku. Notast verður við AstraZeneca bóluefnið sem nýjar rannsóknir hafa sýnt að gefst vel í eldri aldurshópum.

Lesa meira

Spáð er mikilli snjókomu á Austurlandi í nótt

Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan 21 í kvöld á Austurlandi að Glettingi og stendur hún til hádegis á morgun. Spáð er mikilli snjókomu með skafrenningi og lélegu skyggni.

 

Lesa meira

Hvatt til aukinnar nýtingar orlofsréttar

Fjölskylduráð Múlaþings hvetur foreldra leikskólabarna til þess að gefa börnum sínum tækifæri til að njóta almennrar lengingar orlofsréttar í sumar. Og að nýta sér heimild til aukins gjaldfrjáls sumarleyfis í tengslum við sumarlokun leikskólanna.


Lesa meira

Íbúar í Breiðabliki hafa áhyggjur af myglu

Íbúar í Breiðabliki, íbúðum aldraðra í Neskaupstað, hafa áhyggjur af myglu í húsinu. Föndursalur í húsinu var lokaður af eftir að starfsfólk fann fyrir óþægindum þar. Bæjaryfirvöld undirbúa heildarúttekt á húsinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.