Spáð er mikilli snjókomu á Austurlandi í nótt

Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan 21 í kvöld á Austurlandi að Glettingi og stendur hún til hádegis á morgun. Spáð er mikilli snjókomu með skafrenningi og lélegu skyggni.

 

Á vefsíðu Veðurstofunnar segir að spáð sé ...."hvassviðri með vindhraða á bilinu 15 - 20 m/s. Búist er við talsverðri eða mikilli snjókomu með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar.

Nokkur óvissa er í spám og ekki ólíklegt að viðvörunin gildi lengur á föstudag, er fólki því bent á að fylgjast með veðurspám.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar