Víðækar lokanir í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð hefur gripið til víðtækra lokana í sveitarfélaginu vegna hertra sóttvarnarreglna. Engin kennsla verður í grunn- og tónlistarskólum, sundlaugar og íþróttamannvirki verða lokuð sem og skíðasvæðið í Oddskarði.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Hvað skólahald varðar segir að ljóst er að þær auknu sóttvarnaraðgerðir sem kynntar voru í gær munu hafa áhrif á skólastarf. Því verðar starfsdagar í dag og á morgun, föstudag, í grunnskólum Fjarðabyggðar og engin kennsla.

Unnið er að útgáfu reglugerðar varðandi skólastarf eftir páska og munu tilkynningar varðandi breytingar á því verða gefnar út um leið og reglugerðin liggur fyrir.

Þá segir á vefsíðunni að engin kennsla verður í tónlistarskólum fram að páskum

Hvað leikskólana varðar var starfsdagur í morgun í leikskólunum í Neskaupstað, á Eskifirði og Reyðarfirði þar sem aðlaga þarf skólastarfið að breyttum sóttvörnum.  Þess þurfti ekki í Kærabæ á Fáskrúðsfirði og í leikskóladeildunum í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla verða þeir því með óbreytta opnun.

„Allir leikskólar munu eftir það verða opnir, en ljóst er að tillögurnar munu hafa áhrif á starfsemi þeirra,“ segir á vefsíðunni.

„Ef fólk á þess kost að hafa leikskólabörn heima til að létta undir með starfsemi leikskólanna er slíkt vel þegið.“

Þá eru foreldrar beðnir um að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Fjarðabyggðar og í tölvupósti um helgina varðandi aðra tilhögun skólastarfs.

Hvað sundlaugar og íþróttamannvirki varðar verða þau lokuð þar til létt verður á sóttvarnaraðgerðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.