Félagsstarf eldri borgara fellur niður á Vopnafirði

Félagsstarf eldri borgara fellur niður og félagsmiðstöðinni Drekinn hefur verið lokað á Vopnafirði vegna hertra sóttvarnarreglna.

Eins og í öðrum sveitarfélögum eru grunn­skóli og tónlist­ar­skóli lokaðir frá og með deginum í dag og þar til páskafrí tekur við. Unnið verður að reglum um fyrir­komulag skóla­halds að loknu páskafríi á næstu dögum, að því er segir á vefsíðu Vopnafjarðar.

Þá eru íþróttahús og Selár­laug lokuð og íþróttir inni og úti jafnt barna sem og full­orð­inna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra, eða hætta er á snert­ismiti vegna sameig­in­legs búnaðar, eru óheim­ilar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar