Meta magn norsk-íslensku síldarinnar

Í dag, fimmtudag, heldur rannsóknarskipið Árni Friðriksson af stað í leiðangurinn „Vistfræði Austurdjúps“. Slíkir leiðangrar hafa verið farnir árlega frá 1995.

Lesa meira

Síminn, Seyðisfjörður og Vélsmiðjan í forgangi

Munir sem tengdust sögu símans á Seyðisfirði, Vélsmiðju Jóhanns Hanssonar og byggðasögu Seyðisfjarðar voru settir í forgang við björgunaraðgerðir úr rústum Tækniminjasafns Austurlands eftir aurskriðurnar í desember. Forstöðumaður hjá Þjóðminjasafninu segir aðgerðirnar hafa reynt á fólk persónulega og faglega.

Lesa meira

1100 Austfirðingar bólusettir í dag og á morgun

Búið er að boða um 1100 Austfirðinga í bólusetningu vegna Covid-19 veirunnar í dag og á morgun. Vonast er til að þar með ljúki bólusetningu eldri en 60 ára og fólks með undirliggjandi sjúkdóma að mestu.

Lesa meira

Skrifar MA ritgerð um flámæli á Austurlandi

Eskfirðingurinn Emma Björk Hjálmarsdóttir er að leggja lokahönd á MA ritgerð sína í menningarfræðum við Háskóla Íslands en ritgerðin fjallar um flámæli. Af þeim sökum óskar Emma eftir smávegis aðstoð hjá eldri borgurum á Austurlandi.


Lesa meira

Byggja fimm íbúða raðhús á Djúpavogi

Í upphafi vikunnar var tekin fyrsta skóflustungan að fimm íbúða raðhúsi við Markarland á Djúpavogi. Það er þróunarfélagið Hrafnshóll ehf. sem byggir íbúðirnar fyrir leigufélagið Nýjatún ehf.


Lesa meira

Undirbúningur háskólanáms í boði á Reyðarfirði

Frá og með næsta hausti mun Háskólinn í Reykjavík bjóða upp á undirbúningsnám fyrir háskólanám á Austurlandi, í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Námið verður sveigjanlegt, blanda af hefðbundnu og stafrænu námi, með kennslu og aðstöðu í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði.

Lesa meira

Íbúar við Lambeyrarbraut efins um breytt skipulag

Staðfestingu nýs deiliskipulags fyrir Lambeyrarbraut á Eskifirði hefur verið frestað þar til haldinn hefur verið fundur með íbúum og hönnuðum. Íbúar hafa krafist skýrari svara í hvað fyrirhugaðar breytingar á götunni fela í sér.

Lesa meira

Skriðurnar nýtt upphaf, ekki endir

Aurskriðurnar sem eyðilögðu stóran hluta bygginga Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði og feyktu hluta safnkostsins á haf út marka upphafið að nýjum kafla í sögu safnsins en ekki endalok þess að mati forstöðumanns. Mikil vinna er að baki en næg eftir við björgun muna og enduruppbyggingu.

Lesa meira

Metafköst í frystihúsi LVF á Fáskrúðsfirði

Í frystihúsi Loðnuvinnslunnar (LVF) á Fáskrúðsfirði hefur lífið gengið umfram sinn vanagang, ef þannig er hægt að komast að orði um góðan árangur.  Á dögunum var slegið met í afköstum frystihússins þegar 230 tonn af fiski voru unnin á 42 klukkustundum.  Hafa aldrei jafn mörg tonn farið í gegn um vinnsluna á jafn skömmum tíma.


Lesa meira

Um 1100 bólusettir á Austurlandi í vikunni

Norræna kom í gærmorgun til Seyðisfjarðar með 55 farþega innanborðs. Fimmtíu og einn þeirra fór í sýnatöku en fjórir hugðust halda áfram með skipinu og fóru því ekki í land. Tuttugu og tveir farþeganna fengu gistingu á sóttvarnarhótelinu í Hallormsstað. Aðrir ljúka sóttkví sinni annarsstaðar þar sem yfirvöld heimila.

Lesa meira

Steinar lagðir í götu skógræktar með skipulagsmálum?

Formaður Landssamtaka skógareigenda átelur ríki og sveitarfélög fyrir að reyna að leggja stein í götu skógræktar með kröfum um skipulag. Tími og peningar sem fari í slík mál hafi orðið til þess að áhugasamir aðilar hafi hætt við að fara í skógrækt.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar