Þórunn leiðir framsókn á Vopnafirði

Þórunn Egilsdóttir skipar efsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Vopnafjarðarhreppi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framsóknarmenn á Vopnafirði hafa undanfarin ár verið í samstarfi með öðrum á Vopafirði, fyrst undir merkjum Vopnafjarðarlistans og síðan K-lista félagshyggjufólks og verið með meirihluta í sveitarstjórn.

 

Lesa meira

Fjarðabyggð og Seyðisfjörður í flokk með Álftnesingum

Fimm íslensk sveitarfélög hafa neikvæða eiginfjárstöðu. Þar af tvö austfirsk, Fjarðabyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður. Hin sveitarfélögin eru Grundarfjarðarbær, Álftanes og Norðurþing. Tekið er tillit til A- og B-hluta efnahagsreiknings.

Lesa meira

Austfirskt byggðasamlag um félagsþjónustu

Samþykkt var að stofna eitt austfirskt byggðasamlag utan um félagsþjónustu og þjónustu við fatlaða á aukaaðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi á Fáskrúðsfirði í dag.

 

Lesa meira

Góðar horfur með laxgengd í Jökulsá á Dal

Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal var haldinn í Veiðihótelinu í Hálsakoti um helgina. Guðni Guðbergsson fiskilíffræðingur á Veiðimálastofnun flutti athyglsverðan fyrirlestur um lífríki Jöklu og framtíðarhorfur um laxveiði á vatnasvæði hennar.

Lesa meira

Rútur í vandræðum á Fjarðarheiði

Tvær tveggja hæða rútur með samtals 140 farðega lentu í vandræðum á Fjarðarheiði í morgun, þegar þær lentu útaf veginum og festust, önnur þvert yfir veginn. Einnig varð bílvelta á Háreksstaðaleið.

Lesa meira

Framboðslisti Héraðslistans samþykktur

Uppstillinganefnd Héraðslistans hefur lokið störfum og lagt fram tillögu að framboðslista fyrir sveitastjórnarkosningarnar 29. maí næstkomandi.

Lesa meira

Úthlutað úr Fjárafli

Á fundi atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs, 13. apríl síðastliðinn, voru teknar til afgreiðslu umsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs, Fjárafl.  Umsóknarfrestur rann út um miðjan mars, alls bárust sjóðnum níu umsóknir.

 

Lesa meira

Framboðslisti framsóknarmanna á Fljótsdalshéraði samþykktur

Á almennum félagsfundi Framsóknarfélags Héraðs og Borgarfjarðar, fimmtudaginn 8. apríl 2010, var framboðslisti B-lista Framsóknarflokks á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí næstkomandi samþykktur einróma.

Lesa meira

Arnbjörg næsti bæjarstjóri á Seyðisfirði?

Samkvæmt heimildum agl.is er Arnbjörg Sveinsdóttir, fyrrverandi alþingiskona, ekki búinn að gefa pólitíkina upp á bátinn. Hermt er að hún verði næsti bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar.

 

arnbjorg.jpg

 

Lesa meira

Ævintýri heppnu Danmerkurfaranna

Síðastliðinn sunnudag fóru þrír elstu árgangarnir í Grunnskóla Reyðarfjarðar í skólaferðalag til Esbjerg í Danmörku og  áttu að koma til baka á sunnudaginn 18 apríl með flugi.   Í gær þegar  ljóst var  að ekkert væri öruggt varðandi flugsamgöngur vegna gossins í Eyjafjallajökli  og var pantað far fyrir hópinn  með Norrænu sem fer frá Esjberg á morgun laugardag.   Krakkarnir koma því siglandi heim þriðjudagsmorgun  í stað þess að lenda í Keflavík á sunnudaginn.
 
fjardab_skolaf_gr3.jpg
 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar