Arnbjörg næsti bæjarstjóri á Seyðisfirði?

Samkvæmt heimildum agl.is er Arnbjörg Sveinsdóttir, fyrrverandi alþingiskona, ekki búinn að gefa pólitíkina upp á bátinn. Hermt er að hún verði næsti bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar.

 

arnbjorg.jpg

 

Heimildamaður agl.is segir Arnbjörgu vera á leið í framboð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar á Seyðisfirði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þar ætli hún sér fyrsta sæti og bæjarstjórastólinn. Þar með, ef rétt reynist, kæmi hún til með að velta Ólafi Hr. Sigurðssyni, bæjarstjóra, úr sessi sem efsta manni á lista Sjálfstæðiflokksins á Seyðisfirði.

Í samtali við agl.is nú í morgun sagðist Arnbjörg hvorki getað játað því eða neitað að hún sé á leið í framboð. "Það hefur ekki verið tekin nein afstaða um framboðslista hjá Sjálfstæðiflokknum hér ennþá." segir Arnbjörg sem bætir því við að verið sé að skoða þessi mál nú. Blaðamaður spurði þá hvort hún hefði gæfi kost á sér og svaraði hún þá til að það kæmi ýmislegt til greina, þó væri ekkert sem væri ákveðið að svo komnu máli. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.