Samið um kurlun og flutning fyrir kyndistöð

Skógrækt ríkisins hefur samið um kurlun og flutning viðar heim í hlöðu fyrir kyndistöðina á Hallormsstað.

sveinn_kyndist.jpgFram kemur á vef Skógarorku að Skógrækt ríkisins á Hallormsstað sem er byrgir Orkuskóga ehf hefur að undangengnu útboði samið við Svein Ingimarsson skógarverktaka um kurlun og flutning hráefnisins til Kyndistöðvarinnar.   Sveinn hefur yfir að ráða 190 hestafla Valtra dráttarvél sem knýr Farmi diskakurlara.  Hann notar sex tonna beltagröfu með Pentin Paja grip- og klippikló til að mata kurlarann.  

Kurlað er ofan í 30 rúmmetra gám sem dregin er af dráttarvélinni, sem hægt er að sturta úr ofan í hlöðuna á kyndistöðinni.    Mesta flutningsvegalengd er 8 km. 

,,Eitt af markmiðum Skógarorku er að ýta undir atvinnutækifæri og nýsköpun í heimabyggð og því óskum við óskum við Sveini til hamingju með samninginn og hlakkar til að taka á móti kurli frá honum", segir á vef Skógarorku.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.