Fjarðabyggð og Seyðisfjörður í flokk með Álftnesingum

Fimm íslensk sveitarfélög hafa neikvæða eiginfjárstöðu. Þar af tvö austfirsk, Fjarðabyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður. Hin sveitarfélögin eru Grundarfjarðarbær, Álftanes og Norðurþing. Tekið er tillit til A- og B-hluta efnahagsreiknings.
Þetta kemur fram í frétt VB.is  í dag. 

Þar er tíundað hvernig skuldastaða sveitarfélaga hefur versnað frá hruni, einkum vegna gengisáhrifa. Þar er einnig sagt frá því að “skuldirnar detti ekki af himnum ofan,” um sé einnig að kenna miklum framkvæmdum.

Í frétt VB.is  eru skuldir á hvern íbúa í Fjarðabyggð sagðar vera yfir 2 milljónir króna. Í fréttinni segir að í venjulegu árferði eigi neikvætt eigið fé sveitarfélags að vera nánast óhugsandi staða – skatttekjur og grunneignir í efnahagsreikningi séu svo stöðugar. Sérstaklega er litið til Fjarðabyggðar í þessu samhengi í skrifum VB.i s, enda tekjustofnar sagðir traustir vegna áhrifa álvers Alcoa.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.