Ævintýri heppnu Danmerkurfaranna

Síðastliðinn sunnudag fóru þrír elstu árgangarnir í Grunnskóla Reyðarfjarðar í skólaferðalag til Esbjerg í Danmörku og  áttu að koma til baka á sunnudaginn 18 apríl með flugi.   Í gær þegar  ljóst var  að ekkert væri öruggt varðandi flugsamgöngur vegna gossins í Eyjafjallajökli  og var pantað far fyrir hópinn  með Norrænu sem fer frá Esjberg á morgun laugardag.   Krakkarnir koma því siglandi heim þriðjudagsmorgun  í stað þess að lenda í Keflavík á sunnudaginn.
 
fjardab_skolaf_gr3.jpg
 
Héðan  fóru fjörutíu og tveir  krakkar og fimm  fararstjórar og  gistu hjá krökkum í Vestervangskolen í Esbjerg sem heimsóttu  Reyðarfjörð og fleiri staði  í september síðastliðnum.  Þessi nemendaskipti eru styrkt af dönskum sjóði sem heitir Cirius og styrkir nemendaskipti  og samskipti skóla á alþjóðavettvangi.

Ásta Ásgeirsdóttir  skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar og hennar fólk er að standa sig frábærlega.  Þau  náðu  að panta far með Norrænu,  útvega teppi fyrir hópinn  og fá flugið til Íslands endurgreitt.  Það er ómögulegt að segja hvenær þau hefðu komist heim ef þessi leið hefði ekki verið valin og í raun ótrúleg heppni að Norræna er á réttum stað á réttum tíma fyrir hópinn.

Krakkarnir eru búnir að eiga góðan tíma með dönskum vinunum  – þau eru búin að skoða Esjberg, danskt orkuver  og  fara  í Lególand og í dag fara þau og skoða fallega náttúru við  Blavand  og fá svo siglingu með Norrænu og hálfan dag í Færeyjum á mánudaginn í kaupbæti.  Hópurinn kemur heim þriðjudaginn 20 apríl reynslunni ríkari.

 

 

 

Á myndinni eru krakkarnir frá Esbjerg og Reyðarfirði í heimsókninni  til Reyðarfjarðar í september 2009

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.