Framboðslisti framsóknarmanna á Fljótsdalshéraði samþykktur

Á almennum félagsfundi Framsóknarfélags Héraðs og Borgarfjarðar, fimmtudaginn 8. apríl 2010, var framboðslisti B-lista Framsóknarflokks á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí næstkomandi samþykktur einróma.

Lesa meira

Arnbjörg næsti bæjarstjóri á Seyðisfirði?

Samkvæmt heimildum agl.is er Arnbjörg Sveinsdóttir, fyrrverandi alþingiskona, ekki búinn að gefa pólitíkina upp á bátinn. Hermt er að hún verði næsti bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar.

 

arnbjorg.jpg

 

Lesa meira

Ævintýri heppnu Danmerkurfaranna

Síðastliðinn sunnudag fóru þrír elstu árgangarnir í Grunnskóla Reyðarfjarðar í skólaferðalag til Esbjerg í Danmörku og  áttu að koma til baka á sunnudaginn 18 apríl með flugi.   Í gær þegar  ljóst var  að ekkert væri öruggt varðandi flugsamgöngur vegna gossins í Eyjafjallajökli  og var pantað far fyrir hópinn  með Norrænu sem fer frá Esjberg á morgun laugardag.   Krakkarnir koma því siglandi heim þriðjudagsmorgun  í stað þess að lenda í Keflavík á sunnudaginn.
 
fjardab_skolaf_gr3.jpg
 

Lesa meira

Fjarðabyggð og Seyðisfjörður í flokk með Álftnesingum

Fimm íslensk sveitarfélög hafa neikvæða eiginfjárstöðu. Þar af tvö austfirsk, Fjarðabyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður. Hin sveitarfélögin eru Grundarfjarðarbær, Álftanes og Norðurþing. Tekið er tillit til A- og B-hluta efnahagsreiknings.

Lesa meira

Austfirskt byggðasamlag um félagsþjónustu

Samþykkt var að stofna eitt austfirskt byggðasamlag utan um félagsþjónustu og þjónustu við fatlaða á aukaaðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi á Fáskrúðsfirði í dag.

 

Lesa meira

Góðar horfur með laxgengd í Jökulsá á Dal

Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal var haldinn í Veiðihótelinu í Hálsakoti um helgina. Guðni Guðbergsson fiskilíffræðingur á Veiðimálastofnun flutti athyglsverðan fyrirlestur um lífríki Jöklu og framtíðarhorfur um laxveiði á vatnasvæði hennar.

Lesa meira

Hagnaður Síldarvinnslunnar 21,7 miljónir dollara

Síldarvinnslan h/f á Norðfirði skilar nú í fyrsta sinn ársuppgjöri sínu í dollurum en fyrirtækið hefur tekið upp bandaríkjadollar sem uppgjörsmynt.  Hagnaður fyrir skatta nam 21,7 miljónum usd á árinu 2009 sem jafngildir rúmlega 2,7 miljörðum á gengi dagsins í dag. 

Lesa meira

Framboðslisti Héraðslistans samþykktur

Uppstillinganefnd Héraðslistans hefur lokið störfum og lagt fram tillögu að framboðslista fyrir sveitastjórnarkosningarnar 29. maí næstkomandi.

Lesa meira

Úthlutað úr Fjárafli

Á fundi atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs, 13. apríl síðastliðinn, voru teknar til afgreiðslu umsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs, Fjárafl.  Umsóknarfrestur rann út um miðjan mars, alls bárust sjóðnum níu umsóknir.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.