Fyrsti Hjartastartarinn kominn

Fyrsti Hjartastartarinn sem keyptur er vegna söfnunarátaks, var afhentur Íþróttahúsinu í Fellabæ í dag. Það voru Kvenfélagið Dagsbrún í Fellum og Nemendafélag Fellskóla árið 2004 til 2005 sem gáfu peningana sem tækið var keypt fyrir.

Lesa meira

Stapi niðurfærir kröfu í Straum

Krafa Stapa lífeyrissjóðs í þrotabú Straums Burðaráss hefur verið færð niður að fullu í ársreikningum félagsins. Óvíst er um afdrif hennar en hún hefur þó nokkur áhrif á afkomu sjóðsins.

 

Lesa meira

Björn Hafþór hættir í vor

Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri í Djúpavogshreppi, ætlar ekki að halda áfram í því starfi eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta staðfesti Björn Hafþór í samtali við agl.is.

 

Lesa meira

Rafiðnaðarsamband Íslands veitir myndalega styrki

Rafiðnaðarsamband Íslands hélt Sambandsstjórnarfund sinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum, síðasta fimmtudag og föstudag 6. og 7 mai.  Í tilefni fundarins úthlutaði styrktarsjóður félagsins myndalegum fjárstyrkjum til góðgerðamála sem alls námu einni miljón króna.

Lesa meira

Vegur úr Hrafnkelsdal, tillaga að matsáætlun

Tillaga að matsáætlun fyrir veg inn úr Hrafnkelsdal, inn á Kárahnjúkaveg um Tungusporð, hefur verið lögð inn til málsmeðferðar hjá Skipulagsstofnun samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Lesa meira

Steingrímur á Seyðisfirði

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, verður viðstaddur þegar kosningaskrifstofa flokksins á Seyðisfirði verður opnuð í kvöld klukkan 20:00 Allir eru velkomnir og heitt verður á könnunni.

 

Lesa meira

Helga ætlar ekki að halda áfram sem bæjarstýra

Helga Jónsdóttir, bæjarstýra í Fjarðabyggð, sækist ekki eftir að verða ráðin aftur í starfið þegar ráðningartímabil hennar rennur út eftir sveitarstjórnarkosningar í vor. Helga tilkynnti þetta á bæjarráðsfundi í morgun. Hún segir dræmar undirtektir ríkisins við Norðfjarðargöng mestu vonbrigðin á starfstímabilinu.

 

Lesa meira

Viðræðum hætt um sameiningu Breiðdals og Fjarðabyggðar

Viðræðum hefur verið hætt um sameiningu sveitarfélaganna Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar. Breyttar fjárhagsforsendur og hugmyndir um sameiningu allra austfirsku sveitarfélaganna eru ástæður þess að viðræðunum er lokið.

 

Lesa meira

Verkalýðshreyfingin hefur ekki staðið sig

Forsvarsmenn AFLs – starfsgreinafélag, segja að verkalýðshreyfingin hafi ekki enn tekið forustuna í uppbyggingu íslensks samfélags eftir efnahagshrunið eins og þurft hefði.

 

Lesa meira

Á listinn á Fljótsdalshéraði birtir framboðslista

Á listi áhugafólks á Fljótsdalshéraði um sveitastjórnamál hefur samþykkt og lagt fram framboðslista sinn vegna sveitastjórnakosninga nú síðast í mai. Gunnar Jónsson bóndi á Egilsstöðum á Völlum skipar fyrsta sæti listans.

Lesa meira

Landa kolmunna á Vopnafirði

Faxi RE og Lundey NS eru á leiðinni  til Vopnafjarðar af kolmunnamiðunum suður af Færeyjum með fullfermi af kældum afla eða alls um 2.700 tonn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.