Orkumálinn 2024

Landa kolmunna á Vopnafirði

Faxi RE og Lundey NS eru á leiðinni  til Vopnafjarðar af kolmunnamiðunum suður af Færeyjum með fullfermi af kældum afla eða alls um 2.700 tonn.

braedsla_hbgrandi.jpgFaxi og Lundey hafa síðustu dagana verið að veiðum suður af Færeyjum en Ingunn AK er í slipp þar sem tími var kominn á reglubundið eftirlit og viðhald.

,,Faxi er væntanlegur í kvöld en Lundey í fyrramálið,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarveiðisviðs HB Granda, á heimasíðu fyrirtækisins en að hans sögn er ,,heildarkolmunnaafli skipa HB Granda á vertíðinni nú orðinn rúmlega 14 þúsund tonn".

Einnig kemur fram á heimasíðunni að hratt hefur gengið á kolmunnakvóta HB Granda að undanförnu og nú eru aðeins óveidd um 3.000 tonn af kvóta ársins. Það samsvarar einni veiðiferð til viðbótar hjá tveimur af uppsjávarveiðiskipum félagsins.



 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.