Viðræðum hætt um sameiningu Breiðdals og Fjarðabyggðar

Viðræðum hefur verið hætt um sameiningu sveitarfélaganna Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar. Breyttar fjárhagsforsendur og hugmyndir um sameiningu allra austfirsku sveitarfélaganna eru ástæður þess að viðræðunum er lokið.

 

ImageViðræðurnar hófust árið 2007 en voru settar í salt eftir efnahagshrunið haustið 2008. Á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi í fyrra var samþykkt að kanna kosti þess og alla að Austurland verði eitt sveitarfélag. Einnig er í gangi nefnd á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningartillögur á landsvísu. Sú nefnd á að skila af sér fyrir haustið.

Því hefur sameiningarviðræðum Fjarðarbyggðar og Breiðdalshrepps verið hætt ,„að minnsta kosti þar til fyrir liggja niðurstöður um hugsanlegt víðtækara samstarf sveitarfélaga á Austurlandi.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.